Skip to main content

Rúmenska súrrealistahreyfingin - fyrirlestur

Rúmenska súrrealistahreyfingin - fyrirlestur - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
24. október 2019 12:00 til 13:00
Hvar 

Aðalbygging

Stofa 220

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Sami Sjöberg flytur opinn fyrirlestur á vegum Rannsóknastofu um framúrstefnu í stofu 220 í Aðalbyggingu fimmtudaginn 24. október kl. 12-13. Í erindinu mun Sjöberg beina sjónum að starfsemi súrrealistahreyfingarinnar í Rúmeníu á fimmta áratugnum og einkum horfa til ólíkra þekkingarleiða í starfseminni.

Inntaki erindins lýsir fyrirlesarinn þannig: “The surrealist group in Bucharest was active in the immediate post-war years of the 1940s, and the importance of the group has recently been recognised. The group's most renowned member was Gherasim Luca, an artist whom Gilles Deleuze heralded as the greatest francophone poet. Still, the theoretical input of Paul Păun, Virgil Teodorescu, Gellu Naum and Dolfi Trost was equally important. The group, often referred to as Infra-noir due to their publication series of that name, was a latecomer to the international surrealist scene and acutely aware of it. They adopted the original Bretonian definition of surrealism as a mode of research whereby they renewed surrealist approaches not only in the field of artistic and textual methodology but also concerning the social and political aspects of life. The talk looks into the literary, visual and theoretical input of the group while acknowledging the radical epistemological preconditions these techniques entailed.”

Sami Sjöberg gegnir rannsóknastöðu á vegum Finnsku akademíunnar við Helsinkiháskóla og er aðjunkt við háskólana í Helsinki og Tampere. Hann leiðir tvö verkefni og rannsóknateymi sem vinna að rannsóknum á tengslum framúrstefnu við þekkingarfræði, vísindi, vistfræði og líffræði. Sjöberg hefur gefið út bækur og fjölda greina um framúrstefnubókmenntir á meginlandi Evrópu og tengsl þeirra við menningarumhverfi samtíma síns, auk greina um evrópska nútímalist og skáldskaparfræði framúrstefnunnar.

Sami Sjöberg.

Rúmenska súrrealistahreyfingin - fyrirlestur