Ráðstefna um menntun, samfélag og samstarf | Háskóli Íslands Skip to main content

Ráðstefna um menntun, samfélag og samstarf

Hvenær 
16. maí 2018 10:00 til 16:30
Hvar 

Stakkahlíð / Háteigsvegur

Nánar 
Ráðstefnugjald: 3.000 kr.

Markmið ráðstefnunnar er að leiða saman fagfólk, fræðimenn, fulltrúa stjórnvalda, nemendur og foreldra til að ræða sameiginlega ábyrgð á mótun og framkvæmd menntastefnu. Á ráðstefnunni verður fjallað á heildstæðan hátt um menntun og tengsl formlegs og óformlegs náms; um öll skólastig frá leikskóla til háskóla og um óformlegt nám, æskulýðs- og tómstundastarf og menntun sem fólk aflar sér utan við skólakerfið. Við lifum á tímum þar sem margvísleg öfl móta og breyta menntakerfinu; tækni, menning og stjórnmál.

Aðalfyrirlesarar verða Dr. Jón Torfi Jónasson, prófessor við Menntavísindasvið HÍ og Dr. Helen Janc Malone, Director of Institutional Advancement and Education Policy við Institute of Educational Leadership í Washington. Sjá nánari upplýsingar um ráðstefnuna og aðalfyrirlesara HÉR. 

Skráning á ráðstefnuna

DAGSKRÁ

09.30-9.40 Setning, Salvör Nordal, umboðsmaður barna og ráðstefnustjóri
09.40-9.50 Ávarp, Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra
09.50 -10.50 Designing Education-Community Collaboration, Helen Janc Malone
11.00-12.20 Málstofur A

12.20-13.00 Hádegishlér – boðið upp á léttan hádegisverð

13.00-14.00 Skóli og skólastefna, menntun og menntastefna, Jón Torfi Jónasson
14.00-15.20 Málstofur B
15.30-16.30 Málstofur C
16.30-17.00 Léttar veitingar og spjall

Nánari upplýsingar veitir Kolbrún Þ. Pálsdóttir, formaður FUM kolbrunp@hi.is

Ráðstefnan er haldin í samvinnu við Menntavísindasvið Háskóla Íslands, Háskólann á Akureyri, mennta- og menningarmálaráðuneyti, Samband íslenskra sveitarfélaga, Heimili og skóla, Félag fagfólks í frítímaþjónustu, Samband íslenskra framhaldsskólanema, Umboðsmann barna, Menntavísindastofnun HÍ og Miðstöð skólaþróunar við Háskólann á Akureyri.

Ráðstefna um menntun, samfélag og samstarf verður haldin við Menntavísindasvið HÍ þann 16. maí 2018.

Netspjall