Skip to main content

Ráðstefna um hlutverk leiðsagnarkennara í norrænu skólakerfi

Ráðstefna um hlutverk leiðsagnarkennara í norrænu skólakerfi - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
12. nóvember 2019 9:00 til 16:00
Hvar 

Stakkahlíð / Háteigsvegur

Skriða

Nánar 
Skráning

Norræn ráðstefna um störf og hlutverk leiðsagnakennara í skólastarfi á Norðurlöndum verður haldin í Reykjavík dagana 11. og 12. nóvember næstkomandi. Yfirskrift ráðstefnunnar er: Hlutverk leiðsagnarkennara á Norðurlöndum.

Á ráðstefnunni verður fjallað um þörfina á stefnumótun er kemur að leiðsögn og stuðningi við nýja kennara.

Tilgangur ráðstefnunar er mynda vettvang til að leiðsögn við kennara og auka skilning og þekkingu á mikilvægi þess að kennarar fái markvissa leiðsögn í upphafi starfsferils.

Ráðstefnan verður í fyrirlestraformi en auk þess verða pallborðsumræður og málstofur þar sem ýmis mál verða rædd. Ráðstefnan verður á ensku.

Dagskrá

Þriðjudagur 12. nóvember

09:00    Ávarp: Kolbrún Þorbjörg Pálsdóttir, forseti menntavísindasviðs Háskóla Íslands

09:30    Aðalfyrirlestur I: Eva Bjerkholt dósent, Háskólanum í Suðaustur og Tove M. Thommesen, forstöðumaður Menntunar og þjálfunar, Noregi.
Titill: "The Norwegian agreement: Principles and Obligations for Mentoring Newly Qualified Teachers in Kindergartens and Schools".

10:15    Kaffihlé

10:30    Pallborðsumræður um stefnumótun um leiðsögn við nýliða meðal stefnumótenda, stéttarfélaga, rannsakenda, kennaranema og fulltrúa Norrænu ráðherranefndarinnar.
Current policies in the Nordic countries: Is there a future for Nordic Teacher Induction (NTI)?
Stjórnandi: Dr. Jón Torfi Jónasson

12:00    Hádegisverður

13:00    Málstofur – vinnustofur og kynningar á verkefnum, rannsóknum

  •  Rannsakendur
  •  Nýmenntaðir kennarar
  •  Vinnuveitendur
  •  Samtök stúdenta
  •  Stéttarfélög

15:00    Leiðin fram undan

  •  Norræna ráðherranefndin
  •  Kennarasamtökin: Hege Valås, Union of Education Norway
  •  Newly Qualified Teachers and Induction: A Nordic Cross-Sectorial Network (funded by Nordplus Horizontal): Dr. Eva Bjerkholt, leader

Ráðstefnan er einnig haldin 11. nóvember.

Ráðstefnan, sem er lokapunktur verkefnis sem hefur staðið yfir frá árinu 2017, er haldin á vegum NordPlus með stuðningi Norrænu ráðherranefndarinnar. Að NordPlus-verkefninu standa Kennarasamband Íslands, Danmarks Lærerforening, IMAK á Grænlandi, Utdanningsforbundet í Noregi og tveir háskólar sem mennta kennara; Háskólinn í Suðaustur-Noregi og Háskólinn í Åbo í Finnlandi. Verkefninu lýkur formlega á næsta ári. Ráðstefnan er öllum opin og skráning er hér.

TENGLAR
Nánari upplýsingar á vefnum Norrænt samstarf.
Leiðsagnarkennarinn, lykill að velfarnaði eftir Önnu Maríu Gunnarsdóttur, varaformann KÍ.

Norræn ráðstefna um störf og hlutverk leiðsagnakennara í skólastarfi á Norðurlöndum verður haldin í Reykjavík dagana 11. og 12. nóvember næstkomandi. Yfirskrift ráðstefnunnar er: Hlutverk leiðsagnarkennara á Norðurlöndum.