Skip to main content

Ráðstefna um Grím Thomsen

Ráðstefna um Grím Thomsen - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
27. nóvember 2021 10:00 til 16:00
Hvar 

Aðalbygging

Hátíðarsalur

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Laugardaginn 27. nóvember verða liðin 125 ár frá láti Gríms Thomsens og í tilefni af því verður haldin þverfagleg ráðstefna í Hátíðarsal Háskóla Íslands. Bókmenntaafræðingar, sagnfræðingar, fornfræðingar og heimspekingar fjalla þar um ýmsar hliðar á höfundarverki, ævi og samtíð Gríms. Ráðstefnan er haldin á vegum Bókmennta- og listfræðastofnunar Háskóla Íslands.

Vegna samkomutakmarkanna mega að hámarki 50 sitja í salnum en hægt verður að fylgjast með ráðstefnunni í streymi með því að smella hér.

Dagskrá:

  • Kl. 10:00–10:15
    Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, flytur ávarp og setur ráðstefnuna
  • Kl. 10:15–11:45
    - Guðmundur Hálfdanarson: Grímur og þjóðernið
    - Erla Hulda Halldórsdóttir: Jakobína Jónsdóttir Thomsen – eiginkona og eigin kona
    - Hjalti Snær Ægisson: Grímur og Grikkirnir
  • Kl. 11:45-12:30
    Hádegishlé
  • Kl. 12:30-14:00
    - Kristján Jóhann Jónsson: Ljóðagerð Gríms
    - Þórir Óskarsson: Bókmenntafræðingurinn Grímur
    - Ármann Jakobsson: Grímur og Fornmanna sögur
  • Kl. 14:00-14:30
    Kaffihlé
  • Kl. 14:30-16:00
    - Gunnar Harðarson: Formálar og fyrirvarar: Um hugsunarhátt Gríms
    - Svavar Hrafn Svavarsson: Heimspeki Gríms
    - Sveinn Yngvi Egilsson: Grímur Gríms

Grímur Thomsen.

Ráðstefna um Grím Thomsen