Skip to main content

Ráðstefna íslenskra læknanema (FINO)

Ráðstefna íslenskra læknanema (FINO) - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
1. nóvember 2019 12:30 til 13:30
Hvar 

Hringsalur Barnaspítalans

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Íslenskir læknanemar standa fyrir ráðstefnu á vegum Federation of International Nordic Medical Students' Organizations - FINO á háskólasvæðinu og á Barnaspítalanum dagana 31. okt. til 3. nóvember nk.

Um er að ræða árlegan viðburð læknanemafélaga á Norðurlöndunum þar sem 10 læknanemar frá hverju landi koma saman. Ráðstefnan er haldin á Íslandi fimmta hvert ár.

Markmiðið með ráðstefnunni er að efla samstarf milli landanna, deila reynslu og fræðast um tiltekið málefni.  Yfirskrift ráðstefnunnar  í ár er Global Action Against Cancer: Join the fight! og eins og nafnið bendir til er hún helguð krabbameini, bæði rannsóknum, forvörnum, meðferð og lífi með og eftir sjúkdóm. Meðal fyrirlesara eru vísindamenn við Háskóla Íslands, Landspítala og Íslenska erfðagreiningu auk erlendra sérfræðinga. Auk þess verður boðið upp á vinnustofur á ráðstefnunni sem fer m.a. fram í Stakkahlíð, Læknagarði og á Barnaspítalanum

Boðið verður upp á opinn fyrirlestur um þær áskoranir sem felast í kostnaði og aðgengi að nýjum krabbameinslyfjum föstudaginn 1. nóvember kl. 12.30 í Hringsal Barnaspítalans. Háskólanemar eru hvattir til að mæta.

Nánar um ráðstefnuna.

Félag norrænna læknanema (Federation of International Nordic Medical Students' Organizations - FINO) stendur fyrir ráðstefnu á háskólasvæðinu og á Barnaspítalanum dagana 31. okt. til 3. nóvember nk.

Ráðstefna Félags norrænna læknanema (FINO)