Prófessorsfyrirlestur: Martha Á. Hjálmarsdóttir hlýtur framgang | Háskóli Íslands Skip to main content

Prófessorsfyrirlestur: Martha Á. Hjálmarsdóttir hlýtur framgang

Hvenær 
27. nóvember 2019 15:00 til 17:00
Hvar 

Læknagarður

Lg - 201

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Martha Á. Hjálmarsdóttir hefur hlotið framgang í stöðu prófessors við Læknadeild Háskóla Íslands. Af því tilefni bjóðum við til viðburðar miðvikudaginn 27. nóvember kl. 15 í stofu Lg-201 í Læknagarði, þar sem fjallað verður um feril Mörthu. Að erindinu loknu verður boðið upp á veitingar á 4. hæð í Læknagarði. Fyrirlesturinn er öllum opinn. 

Martha lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri 1971, prófi í lífeindafræði frá Tækniskóla Íslands 1973 og BS prófi þaðan árið 1993. Hún lauk doktorsprófi frá Háskóla Íslands 2016 en doktorsverkefni Mörthu fjallaði um faraldsfræði penisillín ónæmra pneumókokka á Íslandi. 

Eftir doktorsnám starfaði Martha sem lektor/dósent og námsbrautarstjóri í Námsbraut í lífeindafræði eins og hún gerði meðan á doktorsnámi stóð og reyndar áður en það hófst en þá við Tækniháskóla Íslands. Martha er í hlutastarfi á Sýkla- og veirufræðideild Landspítalans þar sem hún hefur aðstöðu fyrir rannsóknir sínar.

Rannsóknir Mörthu hafa beinst að sýklalyfjaónæmum bakteríum - faraldsfræði þeirra og eiginleikum. Annar meginþáttur rannsókna Mörthu eru rannsóknir á sýklahemjandi virkni ýmissa náttúruefna sem hún hefur unnið að í samstarfi við prófessora í Lyfjafræðideild.

Martha Á. Hjálmarsdóttir hefur hlotið framgang í stöðu prófessors við Læknadeild Háskóla Íslands. Af því tilefni bjóðum við til viðburðar miðvikudaginn 27. nóvember kl. 15 í stofu Lg-201 í Læknagarði, þar sem fjallað verður um feril Mörthu. Að erindinu loknu verður boðið upp á veitingar á 4. hæð í Læknagarði. Fyrirlesturinn er öllum opinn. 

Prófessorsfyrirlestur: Martha Á. Hjálmarsdóttir hlýtur framgang