Skip to main content

Prófessorsfyrirlestur - Berglind Guðmundsdóttir hlýtur framgang

Prófessorsfyrirlestur - Berglind Guðmundsdóttir hlýtur framgang - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
12. desember 2019 15:00 til 16:00
Hvar 

Læknagarður

343

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Berglind Guðmundsdóttir hefur hlotið framgang í stöðu prófessors í sálfræði við Læknadeild Háskóla Íslands. Af því tilefni bjóðum við til viðburðar fimmtudaginn 12. desember kl. 15 í stofu 343 í Læknagarði, þar sem fjallað verður um feril Berglindar. Að erindinu loknu verður boðið upp á veitingar á 4. hæð í Læknagarði. Fyrirlesturinn er öllum opinn. 

Berglind lauk stúdentsprófi frá Verslunarskóla Íslands 1992 og BA prófi í sálfræði frá Háskóla Íslands árið 1998. Meistaraprófi lauk hún árið 2004 og doktorsprófi tveimur árum síðar í klínískri sálfræði frá Ríkisháskóla New York í Buffaló í Bandaríkjunum.

Doktorsverkefni hennar fjallaði um áhrif ólíkra bjargráða á þróun áfallastreitueinkenna eftir hliðstæðu-áfall, þá sérstaklega áhrif bjargráðanna að forðast og að nálgast.

Eftir doktorsnám hefur Berglind starfað sem sálfræðingur við Landspítala og sem stundakennari við Háskóla Íslands. Árið 2013 var hún ráðin sem yfirsálfræðingur sálfræðiþjónustu á Landspítala og árið 2014 var Berglind ráðin dósent í sálfræði við Læknadeild Háskóla Íslands.

Rannsóknir Berglindar hafa einkum beinst að heilsufarslegum afleiðingum og bata í kjölfar alvarlegra áfalla. Þá hafa rannsóknir hennar einnig beinst að þáttum sem hindra þjónustunýtingu einstaklinga sem þjást af áfallastreituröskun og hindrunum sem heilbrigðisstarfsmenn upplifa við að veita áfallamiðaða þjónustu og gagnreynda meðferð við áfallastreitu.

Berglind Guðmundsdóttir

Prófessorsfyrirlestur - Berglind Guðmundsdóttir hlýtur framgang