Skip to main content

Pólitíkin um bóluefnið

Pólitíkin um bóluefnið - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
11. júní 2021 12:00 til 13:00
Hvar 

Zoom

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Félag stjórnmálafræðinga og Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála munu standa fyrir hádegisfundi undir yfirskriftinni Pólitíkin um bóluefnið þann 11.júní næstkomandi kl.12:00-13:00
Fjallað verður um mikilvægi alþjóðasamstarfs þegar kemur að útdeilingu bóluefna og um togstreituna á milli hagsmuna ríkis annars vegar og hagsmuna alþjóðasamfélagsins hins vegar. Gestir fundarins eru þau Birna Þórarinsdóttir, framkvæmdarstjóri UNICEF á Íslandi, og Héðinn Halldórsson, ráðgjafi í upplýsingamálum á Evrópuskrifstofu Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar.

Stutt lýsing á erindum:
Birnu Þórarinsdóttir. „Fær restin restarnar? COVAX og áskorunin um jafna dreifingu bóluefna“. UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, hefur tekið að sér að leiða innkaup og dreifingu bóluefnanna til efnaminni ríkja heimsins fyrir hönd COVAX-samstarfsins. COVAX er samstarf um 190 ríkja sem tryggja á jafna dreifingu bóluefnis gegn kórónaveirunni meðal efnaminni ríkja heimsins. Í erindinu mun Birna fjalla um áskoranirnar sem snúa að þessu verkefni UNICEF, hver staðan er í dag og hvað hægt sé að gera til að hlaupa hraðar í kapphlaupinu við veiruna.Héðinn Halldórsson. „Að bólusetja heiminn; áskoranir og lausnir alþjóðasamfélagsins“. Hvernig hefur Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin nálgast verkefnið í umboði aðildarþjóða? Hvað hefur unnist, hvað hefur komið á óvart og hvaða lærdóm um alþjóðasamstarf er hægt að draga nú þegar, sem mun nýtast okkur í næsta faraldri? Hvernig hafa lönd heimsins tekið ákalli stofnunarinnar um samstöðu; kröfunni um að við alþjóðlegum vanda, geti lausnin aðeins verið alþjóðleg, þvert á landamæri og héruð? Sigurður Ólafsson, sem situr í stjórn Félags stjórnmálafræðinga, mun stýra umræðunum.

Fundurinn verður haldinn föstudaginn þann 11.júní kl. 12:00 - 13:00 og verður streymt í gegnum Zoom. Þátttakendum mun gefast kostur á að setja fram fyrirspurnir bæði í gegnum spjallbox fundarins og með því að „rétta upp hönd“ í gegnum Zoom. Fundurinn er opinn öllum, aðgangur er ókeypis og mun fara fram á íslensku.Viðburði verður streymt hér í gegnum Zoom