PISA í hnotskurn — Greining á stöðu læsis á náttúruvísindi | Háskóli Íslands Skip to main content

PISA í hnotskurn — Greining á stöðu læsis á náttúruvísindi

Hvenær 
17. febrúar 2020 15:00 til 16:30
Hvar 

Stakkahlíð / Háteigsvegur

H207

Nánar 
Aðgangur ókeypis

PISA í hnotskurn – Staða íslenskra nemenda í alþjóðlegum samanburði er heiti á fundaröð sem hefur göngu sína þann 3. febrúar og lýkur 9. mars næstkomandi. Haldnir verða alls fjórir fundir á vegum Menntavísindasviðs Háskóla Íslands, Menntamálastofnunar og Kennarasambands Íslands þar sem markmiðið er að kafa dýpra í niðurstöður PISA-rannsóknarinnar 2018.

Fundirnir verða haldnir á mánudögum kl. 15.00-16.30 í stofu H207 í húsakynnum Menntavísindasviðs við Stakkahlíð. 

Dagskráin er sem hér segir: 

Mánudagur 17. febrúar

Greining á stöðu læsis á náttúruvísindi

 • Guðmundur Bjarki Þorgrímsson, sérfræðingur við Menntamálastofnun
 • Auður Pálsdóttir, lektor við Menntavísindasvið Háskóla Íslands
 • Hildur Arna Håkansson, kennari við Skarðshlíðarskóla
  Streymi: https://bit.ly/39qeXn7

Mánudagur 2. mars
Greining á stöðu læsis á stærðfræði

 • Guðmundur Bjarki Þorgrímsson, sérfræðingur við Menntamálastofnun
 • Freyja Hreinsdóttir, dósent við Menntavísindasvið Háskóla Íslands
 • Víðir Þórarinsson, kennari við Norðlingaskóla
  Streymi: https://bit.ly/2OJBIdQ

Mánudagur 9. mars.
PISA- og hvað svo?

 • Ragnar Þór Pétursson, formaður Kennarasambands Íslands
 • Grunnskólinn: Áskoranir og tækifæri
 • Anna Kristín Sigurðardóttir, prófessor við Menntavísindasvið Háskóla Íslands
 • Streymi: https://bit.ly/2SNgtcv

Öll velkomin meðan húsrúm leyfir.

Fundunum verður streymt.

Um PISA

Menntamálastofnun sá um framkvæmd PISA-rannsóknarinnar sem lögð var fyrir alla nemendur í 10. bekk vorið 2018. Samstarf hefur verið milli Menntavísindasviðs og Menntamálastofnunar um greiningu gagnanna og túlkun niðurstaðanna.

PISA-rannsóknin er lögð fyrir í 72 löndum um heim allan. Könnuð er frammistaða nemenda í stærðfræðilæsi, lesskilningi og náttúrulæsi. Könnunin er framkvæmd á þriggja ára fresti og gefur vísbendingar um breytingar á frammistöðu nemenda yfir tíma ásamt því að meta stöðu þeirra við lok skyldunáms.

 

PISA í hnotskurn – Staða íslenskra nemenda í alþjóðlegum samanburði er heiti á fundaröð sem hefur göngu sína þann 3. febrúar og lýkur 9. mars næstkomandi.