PALA-ráðstefna um máltileinkun og málúrvinnslu | Háskóli Íslands Skip to main content

PALA-ráðstefna um máltileinkun og málúrvinnslu

Hvenær 
13. september 2019 8:30 til 14. september 2019 16:00
Hvar 

Veröld - Hús Vigdísar

Stofa 023

Nánar 
Aðgangur ókeypis

PALA-ráðstefnan verður haldin í Háskóla Íslands á vegum Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum og Málvísindastofnunar Háskóla Íslands, föstudaginn 13. og laugardaginn 14. september í Veröld – húsi Vigdísar Finnbogadóttur (VHV-023). Á ráðstefnunni fjalla fræðimenn um rannsóknir sínar á máltileinkun og málúrvinnslu innan úrvinnslukenningarinnar (Processability Theory). Ráðstefnan er öllum opin og þátttaka er ókeypis. Sjá nánar á heimasíðu ráðstefnunnar.

Aðalfyrirlesarar ráðstefnunnar eru þrír.

Manfred Pienemann setti fram úrvinnslukenninguna (Processability theory) árið 1998. Hann hefur gegnt stöðu prófessors í almennum og hagnýtum málvísindum við Háskólann í Paderborn og Ríkisháskólann í Ástralíu (Australian National University). Í fyrirlestri sínum fjallar Manfred Pienemann um að hve miklu leyti megi nota gervigreind í greiningu málgagna úr öðru máli (L2 profile analysis. What artificial intelligence can (and cannot) do).

Gisela Håkansson er professor emerita í almennum málvísindum við Háskólann í Lundi og gegnir nú stöðu prófessors við Háskólann í Østfold í Noregi. Hún hefur fengist við rannsóknir á máltileinkun og málhömlun í ljósi úrvinnslukenningarinnar. Í fyrirlestri sínum fjallar Gisela um úrvinnslukenninguna, málhömlun og málgerðarfræði (PT, language typology and language disorders).

Sigríður Sigurjónsdóttir er prófessor í íslenskri málfræði við Háskóla Íslands. Rannsóknir Sigríðar hafa einkum beinst að máltöku barna og hún hefur skrifað fjölda greina í íslensk og erlend rit um ýmis atriði í þróun íslensks barnamáls. Í fyrirlestri sínum fjallar Sigríður um nýju þolmyndina svokölluðu, sem er setningafræðileg nýjung í íslensku (A new syntactic construction in Icelandic: acquisition and diachronic development).

PALA-ráðstefnan verður haldin í Háskóla Íslands á vegum Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum og Málvísindastofnunar Háskóla Íslands, föstudaginn 13. og laugardaginn 14. september í Veröld – húsi Vigdísar Finnbogadóttur.

PALA-ráðstefna um máltileinkun og málúrvinnslu