Skip to main content

Óvissa um leiðsagnargildi gagna?

Óvissa um leiðsagnargildi gagna?  - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
27. febrúar 2019 15:45 til 17:00
Hvar 

Stakkahlíð / Háteigsvegur

H-207

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Málstofan er í framhaldi af málstofuröð þar sem fjallað var um rannsóknir sem framlag í mótun menntastefnu.

Jón Torfi Jónasson, prófessor emeritus við Menntavísindasvið Háskóla Íslands, hefur framsögu og umræðustjóri er Anna María Gunnarsdóttir, varaformaður Kennarasambands Íslands.

Ágrip
Undanfarna áratugi hefur verið lögð mikil og vaxandi áhersla á söfnun og notkun gagna af ýmsu tagi á öllum sviðum þjóðlífsins, ekki síst á vettvangi menntamála. Sjónum er beint að margvíslegum gögnum, kannski helst talnagögnum, en þó alls ekki eingöngu. Stefna um þetta er sett á oddinn jafnt hjá alþjóðastofnunum og stjórnvöldum einstakra landa. Gögn eru talin gegna lykilhlutverki við mótun og framkvæmd menntastefnu, til þess að stýra menntakerfum og innviðum þeirra, m.a. einstökum skólum og jafnvel starfi hvers kennara. M.a. er mat af ýmsu tagi, á grundvelli gagna, mikilvægur þáttur í umbótum í skólastarfi og kennurum er bent á mikilvægi leiðsagnarmats.

Þótt lengi megi mæra gildi gagna til að skilja og staðsetja heiminn í stóru sem smáu kann að vera að þau dugi síður til leiðsagnar í menntastarfi en oft er látið í veðri vaka; gildi þeirra sé ofmetið að því leyti. Um þessa síðastnefndu hlið málsins mun Jón Torfi fjalla, bæði með tilvísun í mótun skólastarfs almennt, en einnig með tilvísun í það sem fram fer í skólastofunni. Hann mun aðeins í stuttu máli víkja að margvíslegum annmörkum gagna en beina sjónum sínum að notkun „góðra“ gagna.

Jón Torfi hefur kennt við Háskóla Íslands um fjölmargt sem tengist menntamálum og stundað rannsóknir á því sviði. Hann kenndi einnig um langt árabil ýmsar aðferðir rannsókna þar sem lögð var rík áhersla á aðferðir við söfnun, úrvinnslu og notkun gagna af ýmsu tagi, ekki síst um notkun tölfræði við úrvinnslu tölulegra gagna.

Málstofan er í framhaldi af málstofuröð þar sem fjallað var um rannsóknir sem framlag í mótun menntastefnu. Jón Torfi Jónasson, áður prófessor við Menntavísindasvið Háskóla Íslands, hefur framsögu og umræðustjóri er Anna María Gunnarsdóttir, varaformaður Kennarasambands Íslands. 

Óvissa um leiðsagnargildi gagna?