Skip to main content

ORPHEUS ráðstefna um doktorsnám

ORPHEUS ráðstefna um doktorsnám - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
24. maí 2018 9:00 til 26. maí 2018 13:30
Hvar 

Háskólatorg

HT-102

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Hvernig geta doktorsnemar og leiðbeinendur þeirra búið sig undir aukna samkeppni, stöðuga framþróun í tækni, tröllaukin gagnasöfn, stærðfræðilega greiningu sem skákar mannsheilanum og aðrar áskoranir í nútímavísindum?

Leitað verður svara við þessum spurningum á ráðstefnu Heilbrigðisvísindasviðs og evrópsku samtakanna ORPHEUS (Organisation for PhD Education in Biomedicine and Health Sciences in the European System) sem fram fer á Háskólatorgi dagana 24. – 26. maí 2018.

Heimasíða ráðstefnunnar.

Á ráðstefnunni verður fjallað um gæði doktorsnáms og hvernig er hægt að nota sköpun og frjósemi í hugsun, sveigjanleika, fjölbreytileika og hvatningu til þess að mæta áskorunum í vísindum. Sextán innlendir og erlendir sérfræðingar munu taka til máls á ráðstefnunni. Flutt verða erindi í þremur spennandi málstofum undir yfirskriftinni: creativity; diversity; feedback and motivation.

Meðal fyrirlesara verða þær Julie Gould og Gundula Bosch, sem hafa látið að sér kveða á vettvangi vísindatímaritsins Nature. Þær hafa fjallað um nauðsyn þess að endurskoða doktorsnám í ljósi þeirra áskorana sem taldar eru upp hér að ofan og kalla á nýja og skapandi hugsun í vísindum. Leikarinn og leikskáldið Ólafur Egilsson mun einnig flytja gestafyrirlestur undir yfirskriftinni „How spontaneous can you be? Life, death and all our other mistakes…“.

Þá verður einnig boðið upp á vinnusmiðjur, umræður og veggspjaldasýningu. Nánari upplýsingar um dagskrána eru að finna á heimasíðu ráðstefnunnar.

Doktorsnám við Heilbrigðisvísindasvið hlaut gæðavottun frá ORPHEUS samtökunum í maí 2016. Háskóli Íslands var sjöundi háskólinn í Evrópu til að hljóta slíka vottun. 

ORPHEUS eru alþjóðleg samtök sem meta gæði doktorsnáms í líf- og heilbrigðisvísindum við evrópska háskóla. Markmið samtakanna er að standa vörð um að námið sé rannsóknartengt, sem og að auka atvinnutækifæri útskrifaðra doktora.

Ráðstefnan er opin öllum og starfsfólk og nemendur Háskóla Íslands fá 50% afslátt af ráðstefnugjaldi. Skráning og nánari upplýsingar hjá Þórunni Ingólfsdóttur á netfanginu: meeting@meetingiceland.com.

Ráðstefna um gæði doktorsnáms á Háskólatorgi 24. - 26. maí 2018

ORPHEUS ráðstefna um doktorsnám