Skip to main content

Opinn MS fyrirlestur í klínískri næringarfræði - Jenný Rut Ragnarsdóttir

Opinn MS fyrirlestur í klínískri næringarfræði - Jenný Rut Ragnarsdóttir - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
22. maí 2019 14:40 til 15:20
Hvar 

Læknagarður

201

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Meistaranemi:  Jenný Rut Ragnarsdóttir

Heiti verkefnis: Aðferð við að meta þyngdartap, orkuinntöku og meðferðarfylgni í offitumeðferð með mjög orkuskertu fæði

___________________________________________

Deild: Matvæla- og næringarfræðideild

Leiðbeinendur: Ola Wallengren og Ingrid Larsson

Prófdómari: Frode Slinde

Ágrip:

Markmiðið með þessari rannsókn er að nota dýnamískt reiknimódel til að spá fyrir um þyngdartap, meta orkuinntöku og kanna meðferðarheldni í 12 vikna offitumeðferð með mjög orkuskertu mataræði.

Rannsóknin byggir á niðurstöðum úr 12 mánaða rannsókn á þyngdartapi. Upphafs mælingar og persónueinkenni 224 einstaklinga voru notuð til að framkvæma hermanir á þyngdarbreytingum og meta orkuinntöku með hjálp dýnamísks reiknimódels sem hannað var af the National Institude of Health.

Niðurstöður sýndu að reiknimódelið (The NIH body weight Planner) Gefur góða mynd af ætluðu þyngdartapi í offitumeðferð. Þetta getur gagnst vel þegar setja á raunhæf markmið fyrir þyngdartap og hjálpar til við að fylgjast með meðferðarheldni.

Verkefnið er unnið í samstarfi við Háskólann í Gautaborg og offitusvið Sahlgrenska sjúkrahússins í Gautaborg