Opinn fyrirlestur - Þverþjóðleiki sem félagsleg úrræði | Háskóli Íslands Skip to main content

Opinn fyrirlestur - Þverþjóðleiki sem félagsleg úrræði

Hvenær 
15. september 2017 15:00
Hvar 

Lögberg - 102

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Mobilities and Transnational Iceland og Félagsfræðideild Háskóla Íslands bjóða til opins fyrirlesturs.

Mari Toivanen, nýdoktor í félagsfræði frá háskólanum í Turku mun fjalla um rannsóknir sínar á þverþjóðlegum tengslum og hreyfanleika annarra kynslóða Kúrda og hvernig þeir nýta slík tengsl til að taka þátt í pólitísku og daglegu lífi í heimalandi foreldra sinna.
Borgarastyrjöld í Sýrlandi og pólitískur órói í Tyrklandi hefur leitt til aukinnar pólitískrar virkni annarrar kynslóðar Kúrda í Finnlandi og Frakklandi. Fyrirlesturinn veitir innsýn í samanburðarrannsókn sem beinir sjónum að þessum hópum, Kúrda í Frakklandi og í Finnlandi.

Netspjall