Skip to main content

Opin vörn á meistararitgerð í lögfræði

Opin vörn á meistararitgerð í lögfræði - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
22. maí 2018 12:15 til 13:00
Hvar 

Lögberg

L-101

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Lagadeild býður á opna vörn á meistararitgerð Rebekku Ránar Samper í lögfræði:

Titill ritgerðar: Ákvæði 264. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 um peningaþvætti. Að ósi skal á stemma

Baráttan gegn peningaþvætti er samtvinnuð baráttunni gegn fjölþjóðlegri, skipulagðri brotastarfsemi. Með tilkomu alþjóðavæðingar, framfara í upplýsingatækni, stóraukinna alþjóðaviðskipta, auðveldari samgangna og breyttrar landamæravörslu hefur starfsumhverfi skipulagðra brotasamtaka gjörbreyst. Ávinningurinn af brotastarfseminni er dulbúinn svo hann hafi ásýnd lögmæts fjár, sem m.a. fer í að fjármagna önnur afbrot. Í fyrirlestrinum verður fjallað um mikilvægi alþjóðlegrar samvinnu og áhrif hennar á þróun löggjafar um peningaþvætti hérlendis. Einnig verður fjallað um hvernig reynt hefur á huglæg skilyrði 264. gr. hgl. með sérstakri áherslu á lægsta stig ásetnings, dolus eventualis, hvernig dómstólar hafa metið huglæga afstöðu gerenda í slíkum brotum og hvort fulls samræmis gæti í mati þeirra.

Að loknu erindi Rebekku Ránar verður boðið upp á fyrirspurnir og umræður.

Leiðbeinandi: Ragnheiður Bragadóttir, prófessor við lagadeild Háskóla Íslands.

Prófdómari: Ingibjörg Benediktsdóttir, fyrrverandi hæstaréttardómari.

Allir velkomnir.

Rebekka Rán Samper, meistaranemi í lögfræði.

Opin vörn á meistararitgerð í lögfræði