Skip to main content

Nýr prófessor við Læknadeild - Hans Tómas hlýtur framgang

Nýr prófessor við Læknadeild - Hans Tómas hlýtur framgang - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
19. september 2019 15:00 til 17:00
Hvar 

Læknagarður

Læknagarður, stofa 343

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Hans Tómas Björnsson hefur hlotið framgang í stöðu prófessors við Læknadeild Háskóla Íslands. Hans Tómas er prófessor í barnalækningum og færsluvísindum (e. translational medicine).

Af þessu tilefni bjóðum við til viðburðar kl. 15 Í Læknagarði í stofu 343 þar sem fjallað verður um feril Hans Tómasar. Að loknu erindinu verður boðið upp á veitingar á 4. hæð í Læknagarði. 

Hans Tómas er fæddur þann 20. september 1975 í Reykjavík. Foreldrar hans eru Björn Björnsson og Lára G. Hansdóttir. Eiginkona hans er Lotta María Ellingsen, dósent  við Rafmagns- og Tölvuverkfræðideild í HÍ. Þau eiga tvö börn, Ólaf Björn og Láru Maríu.

Hans Tómas lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í  Reykjavík árið 1995 og útskrifaðist úr Læknadeild Háskóla Íslands 2001. Hann lauk doktorsprófi í mannerfðafræði árið 2007 frá Johns Hopkins-háskólanum í Baltimore en doktorsverkefni hans snerist um að þróa aðferðir  til að mæla breytileika í utangenaerfðum hjá mönnum. Hann lauk svo sérfræðinámi í barnalækningum og klínískri erfðafræði frá sömu stofnun árið 2012. Hans Tómas hefur gengt starfi lektors við Johns Hopkins-háskólann frá 2012 en var ráðinn yfirlæknir í klínískri erfðafræði við Landspítalann í janúar 2018 og ráðinn dósent við Háskóla Íslands í október 2018.

Rannsóknir Hans Tómasar hafa snúið að því að skilja ástæður og áhrif breytileika á utangenaerfðum. Rannsóknirnar hafa bent til þess að hægt sé að meðhöndla þroskaskerðingu í einstaklingum með Kabuki heilkenni með því að hafa  áhrif á utangenaerfðir en einnig hefur hann nýlega lýst nýjum erfðasjúkdómi, Pilarowski-Bjornsson heilkenni, þar sem truflun í utangenaerfðakerfinu veldur truflun á talgetu.    

Hans Tómas Björnsson hefur hlotið framgang í stöðu prófessors við Læknadeild Háskóla Íslands. Hans Tómas er prófessor í barnalækningum og færsluvísindum (e. translational medicine). Af þessu tilefni bjóðum við til viðburðar kl. 15 í Læknagarði, stofu 343, þar sem fjallað verður um feril Hans Tómasar. Að loknu erindinu verður boðið upp á veitingar á 4. hæð í Læknagarði. 

Nýr prófessor við Læknadeild - Hans Tómas hlýtur framgang