Nýnemadagar fyrir erlenda nemendur | Háskóli Íslands Skip to main content

Nýnemadagar fyrir erlenda nemendur

Hvenær 
27. ágúst 2020 10:00 til 28. ágúst 2020 18:00
Hvar 

Háskólatorg

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Kynningardagar fyrir erlenda nemendur eru haldnir í upphafi hvers misseris. Markmið daganna er að bjóða nemendur velkomna, kynna þjónustu í boði og aðstoða nemendur við að aðlagast nýju umhverfi.

Dagskráin er fjölbreytt og er m.a. boðið upp á örnámskeið í íslensku og námskeið frá Náms- og starfsráðgjöf þar sem farið er yfir leiðir til að ná árangri í náminu við Háskólann. Þá eru kynningarfundir sviða einnig hluti af dagskránni.

Nemendur fá auk þess leiðsögn um háskólasvæðið og kynningu á þjónustu Landsbókasafns Íslands - Háskólabókasafns. 

Fimmtudaginn 27. ágúst verður svo móttaka á Háskólatorgi þar sem Jón Atli Benediktsson rektor og Isabel Alejandra Diaz forseti Stúdentaráðs halda ávörp og bjóða nemendur velkomna. Boðið verður upp á tónlist og grillaðar pylsur.

Nánari dagskrá síðar.

 

Dagskráin er fjölbreytt og er m.a. boðið upp á örnámskeið í íslensku og námskeið frá Náms- og starfsráðgjöf þar sem farið er yfir leiðir til að ná árangri í náminu við Háskólann.

Kynningardagar fyrir erlenda nemendur