Skip to main content

Nýjar rannsóknir í fornleifafræði: Skálinn á Parti í landi Auðkúlu

Nýjar rannsóknir í fornleifafræði: Skálinn á Parti í landi Auðkúlu - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
23. janúar 2019 12:00 til 13:00
Hvar 

Þjóðminjasafn

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Margrét Hrönn Hallmundsdóttir flytur fyrirlesturinn Skálinn á Parti í landi Auðkulu í fyrirlestraröðinni Nýjar rannsóknir í ísenskri fornleifafræði.

Fyrirlesturinn verður haldinn í sal Þjóðminjasafns Íslands 23. janúar kl. 12-13.

Nýjar rannsóknir í íslenskri fornleifafræð er fyrirlestraröð Félags fornleifafræðinga, námsbrautar í fornleifafræði við Háskóla Íslands og Þjóðminjasafns Íslands.

Um erindið

Undanfarin ár hafa staðið yfir rannsóknir á skálanum á Parti í landi Auðkúlu í tengslum við rannsóknina Arnarfjörður á miðöldum. Síðasta sumar var tekið ofan af öllum skálanum og kom í ljós að hann er 23 m á lengd og því stærsti skáli sem rannsakaður hefur verið á Vestfjörðum. Járnvinnsla hefur verið stunduð á jörðinni á 10. öld og þar hefur líklega verið lítið bænahús. Farið verður yfir stöðu rannsókna á skálanum á Parti í landi Auðkúlu sem og fjallað um rannsóknir á öskuhaug sem fram fóru í ár samhliða rannsókninni á skálanum.

Næstu fyrirlestrar í röðinni

  • 30. janúar. Steinunn Kristjánsdóttir. Þingeyrar. Valdamiðstöð í Húnaþingi
  • 6. febrúar. Orri Vésteinsson. Hag(a)fræði víkingaaldar. Dæmi úr Hrísey
  • 13. febrúar. Ragnheiður Traustadóttir. Bessastaðir og Lambhús. Fornleifarannsókn haustið 2018
  • 20. febrúar. Guðrún Alda Gísladóttir og Mjöll Snæsdóttir
    Kambar.
  • 27. febrúar. Birna Lárusdóttir og Howell Magnus Roberts
    Ólafsdalur: Uppgröftur, landslag og framtíðarsýn
  • 6. mars. Sólveig Beck. Handkvarnir og hagleikur: Viðtaka nýjunga í íslensku bændasamfélagi í lok 18.aldar.
  • 13. mars. Hildur Gestsdóttir. Ísótóparannsóknir á Ingiríðarstöðum.
  • 20. mars. Sólrún Inga Traustadóttir. Fornar rætur Árbæjar. Framvinda rannsóknar í Árbæ, Reykjavík.
  • 27. mars. Ragnheiður Gló Gylfadóttir. Þjórsárdalur. Skráning fornminja úr lofti.
  • 3. apríl. Lísabet Guðmundsdóttir. Viðarnýting norrænna manna á Grænlandi.
  • 10. apríl. Kristborg Þórsdóttir. Oddarannsóknin: Fundinn manngerður hellir frá 10. öld í Odda á Rangárvöllum.
  • 24. apríl. Angelos Parigoris. „Forgive them, for they know not what they do“. Some notes on the alternative uses of books, and the decolonization of Icelandic manuscripts.
  • 8. maí. Ágústa Edwald Maxwell. Mjólk í mat og ull í fat. Verkmenning kvenna á seinni hluta 19. aldar.
  • 15. maí. Elin Sundman. The perfect body: A case study of clerical masculinites and male bodies in late medieval Iceland.

Margrét Hrönn Hallmundsdóttir.

Nýjar rannsóknir í fornleifafræði: Skálinn á Parti í landi Auðkúlu