Skip to main content

Nýjar rannsóknir í fornleifafræði: Landsímareiturinn

Nýjar rannsóknir í fornleifafræði: Landsímareiturinn - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
25. apríl 2018 12:00 til 13:00
Hvar 

Þjóðminjasafnið

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Vala Garðarsdóttir flytur fyrirlesturinn Niðurstöður úr fornleifarannsókn á Landsímareitnum 2016-2017, miðvikudaginn 25. apríl kl. 12-13. Allir velkomnir.

Þær minjar og mannvistarleifar sem komu í ljós við rannsóknina eru allt frá upphafi landnáms og fram til loka 19.aldar, minjar er bera m.a. vott um sjósókn, járnsmíði, klæða- og seglagerð, gripasmíðar, sútun, slátrun, skipulag, húsagerð og greftrun. En eins og gefur að skilja voru minjarnar brotakenndar vegna nær samfelldrar mannvistar í rúm þúsund ár. En púslin sem eftir sátu gáfu okkur svo sannarlega enn eina vísbendinguna um hversu blómlegt mannlíf, fjölbreyttir búskaparhættir og rík verkmenning var í miðbæ Reykjavíkur allt frá upphafi byggðar.

Nýjar rannsóknir í íslenskri fornleifafræð er fyrirlestraröð Félags fornleifafræðinga, námsbrautar í fornleifafræði við Háskóla Íslands og Þjóðminjasafns Íslands.

Vala Garðarsdóttir

Nýjar rannsóknir í fornleifafræði: Landsímareiturinn