Skip to main content

Nýjar rannsóknir í fornleifafræði: Af undirgöngum og stórbýlum í Arnarfirði

Nýjar rannsóknir í fornleifafræði: Af undirgöngum og stórbýlum í Arnarfirði - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
23. febrúar 2018 12:00 til 13:00
Hvar 

Þjóðminjasafn

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Margrét Hrönn Hallmundsdóttir flytur erindið Af undirgöngum og stórbýlum í Arnarfirði: Nýjar niðurstöður í rannsókninni Arnarfjörður á miðöldum, í fyrirlestrasal Þjóðminjasafnsins föstudaginn 23. febrúar kl. 12.

Undanfarin ár hafa staðið yfir fornleifarannsóknir í Arnarfirði sem bera nafnið Arnarfjörður á miðöldum. Sumarið 2017 komu mjög merkilegar minjar í ljós bæði á Hrafnseyri og á Auðkúlu  í Arnarfirði. Á Hrafnseyri var unnið að því 3 árið í röð að rannsaka niðurgröft sem munnmæli herma að hafi verið undirgangur frá Sturlungaöld. Eftir því sem rannsókn framvindur virðist það aðeins styrkja þessi munnmæli. 

Á Auðkúlu er að finna einstaklega  heildstætt minjaumhverfi frá landnámsöld. Þar er 25-30 m langur skáli. Járnvinnslusvæði, fjós, smiðja, kirkjugarður og mögulega kuml auk fleiri óstaðfestra minja. Rannsóknin á Auðkúlu bendir til að þar hafi verið stórbýli þar sem járnvinnsla fór fram ásamt hefðbundnum búskap og virðist byggð þar hafa náð yfir mörk heiðni og kristni en lagst af mjög snemma, mögulega á 11. öld. Í sumar voru grafnir 5 metrar af skálanum og kom í ljós a.m.k 5 m langeldur og í þessum litla hluta skálans fundust 9 perlur og brot úr silfurbergi sem líklega hefur aldrei fundist skála áður. Fjallað verður um rannsóknina og niðurstöður sem komið hafa fram við rannsókn undanfarinna ára.

Nýjar rannsóknir í íslenskri fornleifafræð er fyrirlestraröð Félags fornleifafræðinga, námsbrautar í fornleifafræði við Háskóla Íslands og Þjóðminjasafns Íslands.

Margrét Hrönn Hallmundsdóttir.

Nýjar rannsóknir í fornleifafræði: Af undirgöngum og stórbýlum í Arnarfirði