Skip to main content

Nýjar rannsóknir í fornleifafræði: Aðgengi og varðveisla gagna úr fornleifarannsóknum

Nýjar rannsóknir í fornleifafræði: Aðgengi og varðveisla gagna úr fornleifarannsóknum - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
14. febrúar 2018 12:00 til 13:00
Hvar 

Þjóðminjasafn

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Ármann Guðmundsson flytur fyrirlesturinn Í upphafi skal endinn skoða: Aðgengi og varðveisla gagna úr fornleifarannsóknum, miðvikudaginn 14. febrúar kl. 12. Allir velkomnir.

Menningararfur þjóðarinnar er sameiginleg auðlind sem við berum sameiginlega ábyrgð á. Rannsóknir á menningararfinum gegna mikilvægu hlutverki í skilningi okkar á því hvaðan við komum og hvert við stefnum. Gögnin sem þar verða til tengja eldri rannsóknir við nýja rannsóknar möguleika. Allt er það þó háð því að almenningur og fræðimenn hafi greiðan aðgang að gögnunum. Hugtakið aðgengileiki hefur tekið töluverðum breytingum á síðustu árum. Það sem áður þótti greiður aðgangur gæti túlkast í dag sem skertur aðgangur. Fornleifafræðilegar rannsóknir eru mikilvægur hluti af menningarrannsóknum. Í fyrirlestrinum verður fjallað um þrjú megin þemu varðandi aðgengileika fornleifafræðilegra gagna. Í fyrsta lagi ramman utan um rannsóknirnar. Í öðru lagi hvernig aðgengi að gögnunum er háttað í dag en þar verður kynnt starfsemi Þjóðminjasafnsins í móttöku, varðveislu og miðlun á gögnunum. Í þriðja lagi verður kynnt hvernig við sjáum fyrir okkur aðgengileikan í framtíðinni.

Nýjar rannsóknir í íslenskri fornleifafræð er fyrirlestraröð Félags fornleifafræðinga,  námsbrautar í fornleifafræði við Háskóla Íslands og  Þjóðminjasafns Íslands.

Ármann Guðmundsson.

Nýjar rannsóknir í fornleifafræði: Aðgengi og varðveisla gagna úr fornleifarannsóknum