Skip to main content

Nýjar fréttir af Stjörnu-Odda

Nýjar fréttir af Stjörnu-Odda - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
27. janúar 2020 16:45 til 18:00
Hvar 

VR-II

158

Nánar 
Fer fram á íslensku
Verið öll velkomin

Stjarnvísindafélag Íslands ásamt fleiri félögum býður til fundar um nýjar fréttir af Stjörnu-Odda

Fundurin verður haldinn mánudaginn 27. janúar klukkan 16:45 í stofu 158 í VR-II í Háskóla Íslands

Þorsteinn Vilhjálmsson, prófessor emeritus hjá Raunvísindastofnun Háskóla Íslands mun flytja erindið.

Ágrip

Í þessu erindi verður sagt frá nýjustu rannsóknum höfundar og annarra á verkum Stjörnu-Odda sem var uppi í Þingeyjarsýslu á fyrri hluta 12. aldar. Við hann er kennd Odda tala sem fjallar um sólargang í þremur köflum. Raktar verða hugmyndir fyrri fræðimanna um uppruna hennar og hún borin saman við evrópsk miðaldarit sem Oddi hefði getað byggt á. Þá verður rætt um notagildi Odda tölu, bæði í ýmsum daglegum störfum manna og ekki síst í úthafssiglingum. Í þeirri umræðu verður bæði vísað í Vínlandssögur og Konungs skuggsjá. Miðað við ýmiss fyrri rit um Odda tölu er hér dregið úr áherslunni á að hún byggist á norrænum mælingum eða athugunum en engu að síður lýsa hugmyndir hennar sjálfstæði og glöggskyggni, og um leið hefur notagildi verið haft í huga við framsetningu hennar

 á Vísindavef Háskóla Íslands má lesa nánar um Stjörnu-Odda

Þorsteinn Vilhjálmsson

Nýjar fréttir af Stjörnu-Odda