Skip to main content

Ný lög um vernd uppljóstrara

Ný lög um vernd uppljóstrara - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
15. apríl 2021 12:30 til 13:15
Hvar 

Zoom

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Fundur á vegum Stofnunar stjórnsýslufræða og stjórnmála, í samstarfi við Félag stjórnmálafræðinga

Um sl. áramót tóku gildi ný lög (nr. 40/2020) um vernd uppljóstrara.Lögin gilda um starfsmenn sem greina frá upplýsingum eða miðla gögnum í góðri trú um brot á lögum eða aðra ámælisverða háttsemi í starfsemi vinnuveitenda þeirra, hvort sem þeir starfa hjá hinu opinbera eða á einkamarkaði. Markmið laganna er að stuðla að því að upplýst verði um lögbrot og aðra ámælisverða háttsemi og þannig dregið úr slíku hátterni. Starfsmönnum ríkis og sveitarfélaga er skylt að miðla upplýsingum og gögnum í slíkum tilvikum og sama á við um starfsmenn lögaðila sem eru að 51% hluta eða meira í eigu hins opinbera. Óheimilt er að láta starfsmann sem miðlað hefur upplýsingum eða gögnum í samræmi við ákvæði laganna sæta uppsögn eða skertum réttindum í starfi.

Á fundinum mun Oddur Þorri Viðarsson, lögfræðingur í forsætisráðuneytinu, kynna nýju lögin og Sigrún Jóhannesdóttir, lögfræðingur hjá innri endurskoðun Reykjavíkurborgar, segja frá nýrri rafrænni gátt borgarinnar fyrir uppljóstranir og nafnlausar tilkynningar.

 

Fundarstjóri verður Gústaf Adolf Skúlason, forstöðumaður Stofnunar stjórnsýslufræða og stjórnmála.

Hér er hlekkur á viðburð

Sigrún Jóhannesdóttir, lögfræðingur hjá innri endurskoðun Reykjavíkurborgar og Oddur Þorri Viðarsson, lögfræðingur í forsætisráðuneytinu.

Ný lög um vernd uppljóstrara