Norrænar loftslagslausnir í borgum og bæjum: Green to Scale | Háskóli Íslands Skip to main content

Norrænar loftslagslausnir í borgum og bæjum: Green to Scale

Hvenær 
18. nóvember 2019 15:00 til 17:00
Hvar 

Norræna húsið

Nánar 
Öll velkomin
Aðgangur ókeypis

Um það bil 70% losunar koltvísýrings á heimsvísu kemur frá borgum og bæjum. Borgir gegna því lykilhlutverki þegar kemur að innleiðingu loftslagslausna. Í Green to Scale verkefninu er sýnt fram á hvernig má yfirfæra þekktar og reyndar loftslagslausnir milli norrænna borga með litlum tilkostnaði til hagsbóta fyrir umhverfi og íbúa. Green to Scale verkefnið er leitt af Sitra, finnska nýsköpunarsjóðnum og fjármagnað af Norrænu ráðherranefndinni. Verkefnið er unnið í samstarfi allra Norðurlandanna og hefur Stofnun Sæmundar fróða um sjálfbæra þróun leitt verkefnið yfir Íslands hönd.

Á fundinum verður nýjasta skýrsla Green to Scale verkefnisins kynnt og hún sett í samhengi við íslenskar aðstæður. Að kynningu lokinni verða pallborðsumræður um hvaða loftslagslausnir frá norrænum borgum, borgir og þéttbýlisstaðir á Íslandi geta tekið sér til fyrirmyndar.

Erindi Mariko Landström verður á ensku en önnur erindi og pallborðsumræður fara fram á íslensku.

Beint streymi verður af viðburðinum.

Frummælendur

  • Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfis- og auðlindaráðherra
  • Mariko Landström loftslagssérfræðingur hjá Sitra
  • Brynhildur Davíðsdóttir prófessor við Háskóla Íslands
  • Dagur B. Eggertsson borgarstjóri 

Palborðsumræður

  • Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfis- og auðlindaráðherra
  • Dagur B. Eggertsson borgarstjóri 
  • Brynhildur Davíðsdóttir prófessor við Háskóla Íslands
  • Þorsteinn R. Hermannsson samgöngustjóri Reykjavíkurborgar
  • Hrund Gunnsteinsdóttir framkvæmdastjóri Festu

Fundarstjóri verður Guðrún Pétursdóttir framkvæmdastjóri Stofnunar Sæmundar fróða við Háskóla Íslands.

Boðið verður upp á kaffiveitingar að lokinni dagskrá.

Viðburðinum verður streymt beint frá Norræna húsinu

Í Green to Scale verkefninu er sýnt fram á hvernig má yfirfæra þekktar og reyndar loftslagslausnir milli norrænna borga með litlum tilkostnaði til hagsbóta fyrir umhverfi og íbúa.

Norrænar loftslagslausnir í borgum og bæjum: Green to Scale