Skip to main content

Námstækninámskeið: Vinnubrögð í háskólanámi

Námstækninámskeið: Vinnubrögð í háskólanámi  - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
17. ágúst 2021 13:00 til 19. ágúst 2021 15:00
Hvar 

Fjarnámskeið á Teams

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Náms- og starfsráðgjöf Háskóla Íslands býður nemendum upp á gagnlegt námskeið þar sem farið er yfir kjarnaatriði varðandi góðar námsvenjur og öfluga námstækni. Farið verður yfir þætti eins og markmiðasetningu, tímastjórnun, lestur og glósuaðferðir. Nemendur leysa verkefni og prófa nýjar aðferðir og eru hvattir til þess að nýta sér fjölbreyttar leiðir í námi.

Þetta námskeið er fjarnámskeið haldið dagana 17., 18. og 19. ágúst kl. 13 - 15 á Teams.

Aðeins 15 pláss eru í boði og því er nauðsynlegt að skrá sig hér