Skip to main content

Námsmat í stærðfræði - vinnustofa

Námsmat í stærðfræði - vinnustofa  - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
28. mars 2019 14:30 til 16:30
Hvar 

Stakkahlíð / Háteigsvegur

K-206

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Lisa Björklund Boistrup mun halda stuttan fyrirlestur um námsmat í stærðfræði. Þar mun hún fjalla um hvernig þróun námsmats í stærðfræði hefur verið á undanförnum árum í Svíþjóð og gefa dæmi um viðfangsefni. Á vinnustofunni fá þátttakendur tækifæri til að skoða verkefni og ræða um leiðir við námsmat.

Lisa hefur unnið lengi við gerð námsmats og stundað rannsóknir á því sviði. Hún er dósent í stærðfræðimenntun við Stokkhólmsháskóla og á heimasíðu hennar er að finna margar áhugaverðar greinar um námsmat og fleira.    

Fyrirlestur og vinnustofa fer fram á ensku og er ókeypis.

Vinnustofunni verður streymt á eftirfarandi slóð: https://c.deic.dk/staemenntun_flotur/

Til að auðvelda skipulagningu eruð þið beðin um að skrá ykkur hér.