Skip to main content

Námskeið og vinnustofa fyrir leiðbeinendur doktorsnema - enska

Námskeið og vinnustofa fyrir leiðbeinendur doktorsnema - enska - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
17. október 2018 13:00 til 15:30
Hvar 

Háskólatorg

HT-300

Nánar 
Skráning

Námskeið og vinnustofa fyrir leiðbeinendur doktorsnema við Háskóla Íslands verða haldin á haustdögum 2018. Lögð er áhersla á reglur um doktorsnám, hlutverk leiðbeinanda og doktorsnema og samskipti í leiðbeiningarferlinu. Námskeiðin eru á vegum Kennslumiðstöðvar Háskóla Íslands, Miðstöðvar framhaldsnáms og fræðasviða Háskóla Íslands.

Um er að ræða námskeið og vinnustofu, annars vegar, I. Reglur og viðmið um doktorsnám, sem er rafrænt námskeið á vef sem þátttakendur geta tekið þegar þeim hentar. Hins vegar vinnustofuna II. Hlutverk og samskipti leiðbeinanda og doktorsnema, sem haldin verður fimmtudaginn 17. okt. kl. 13:00-15:30, Rafræna námskeiðið er undanfari vinnustofunnar og verður það auglýst sérstaklega.

Viðburðirnir eru á ensku. 

Frekar um námskeið og vinnustofu:

I. Reglur og viðmið um doktorsnám

Námskeiðið er á rafrænu formi og auglýst verður síðar hvenær enska útgáfa þess opnar. Þátttakendur þurfa að hafa lokið námskeiðinu áður en þeir sækja vinnustofuna 17. október 2018.

Markmið námskeiðsins er að þátttakendur kynnist þeim kröfum og viðmiðum sem Háskóli Íslands setur fyrir doktorsnema og doktorsvarnir, ásamt hlutverki og skyldum leiðbeinanda.

Hæfniviðmið:

Að námskeiði loknu getur þátttakandi:

  • gert grein fyrir helstu almennu reglum háskólaráðs um doktorsnám og um vörn doktorsritgerða, s.s. varðandi styrkjakerfi, höfundarétt og eignarétt og siðfræði vísinda
  • skilgreint helstu viðmið og kröfur Háskóla Íslands um gæði doktorsnáms, þar á meðal almenn, fagleg og efnisleg viðmið sinnar deildar
  • nýtt sér helstu reglur ráðuneytis og Háskóla Íslands í hagnýtum/stjórnsýslulegum samskiptum stofnunar, nemanda og leiðbeinanda
  • útskýrt hlutverk Miðstöðvar framhaldsnáms vegna doktorsnáms
  • lýst ferli kvartana og kærumála sem upp geta komið vegna doktorsnema

II. Hlutverk og samskipti leiðbeinanda og doktorsnema

Stund: Miðvikudaginn 17. október 2018, kl. 13:00-15:30
Staður: Háskólatorg, HT-300
Forkröfur: Mikilvægt er að þátttakendur hafi lokið rafrænu námskeiði Reglur og viðmið um doktorsnám.

Skráning er á heimasíðu Kennslumiðstöðvar

Markmið vinnustofunnar er að undirbúa þátttakendur fyrir starf leiðbeinanda doktorsnema með því gefa innsýn inn í þá ábyrgð og skyldur sem leiðbeiningunni fylgir. Lögð er áhersla á grundvöll góðra samskipta og uppbyggingu trausts. Þátttakendur fá tækifæri til að ræða ýmsar hliðar þessa hlutverks og þær áskoranir sem starfinu fylgja.

Að námskeiði loknu getur þátttakandi:

  • skilgreint hlutverk, skyldur og ábyrgð nemenda
  • skilgreint hlutverk, skyldur og ábyrgð leiðbeinanda
  • lýst þeim eiginleikum sem einkenna góðan leiðbeinanda í huga nemandans skv. rannsóknum
  • útskýrt hvernig best sé að setja mörk, t.d. tímamörk, vegna leiðbeiningar
  • gert grein fyrir því hvernig traust myndast milli leiðbeinanda og nemanda
  • beitt aðferðum til að leysa ágreining

Vinnustofa fyrir leiðbeinendur doktorsnema

Námskeið og vinnustofa fyrir leiðbeinendur doktorsnema