Misskipting grefur undan lýðræði og hagvexti | Háskóli Íslands Skip to main content

Misskipting grefur undan lýðræði og hagvexti

Hvenær 
12. september 2019 15:00 til 16:30
Hvar 

Oddi

101

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Fyrirlesari: Dr. Þorvaldur Gylfason prófessor við hagfræðideild Háskóla Íslands.

Erindið fjallar um hvernig jöfn tekjuskipting og traust milli manna haldast í hendur við ýmsa aðra þætti félagsauðs og bæta þannig lífskjör með því að örva kaupmátt þjóðartekna og vöxt þeirra um heiminn.

Stórt úrtak landa um allan heim er notað til að sýna hvernig jöfnuður í tekjuskiptingu eins og hann er mældur í Alþjóðabankanum og Standardized World Income Inequality Database helzt í hendur við fjölbreytni atvinnulífs, lög og rétt, gagnsæi eins og það er mælt með spillingarvísitölu Transparency International, traust eins og það er mælt í World Values Survey og síðast en ekki sízt lýðræði. Allar þessar stærðir örva tekjur og vöxt þeirra.

Erindið er byggt á grein Þorvaldar Inequality Undermines Democracy and Growth sem nálgast má á https://www.ifo.de/DocDL/cesifo1_wp7486.pdf

Málstofa á vegum Hagfræðistofnunar

Dr. Þorvaldur Gylfason

Misskipting grefur undan lýðræði og hagvexti