Milli stríðs og umbóta: Úkraína eftir “endurræsinguna“ 2019 | Háskóli Íslands Skip to main content

Milli stríðs og umbóta: Úkraína eftir “endurræsinguna“ 2019

Hvenær 
16. september 2019 15:00 til 16:30
Hvar 

Veröld - Hús Vigdísar

Fyrirlestrasalur VHV023

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Volodymyr Kulyk flytur fyrirlesturinn Milli stríðs og umbóta: Úkraína eftir “endurræsinguna“ 2019, í Veröld – húsi Vigdísar, 16. september kl. 15:00-16:30.

Sigur grínistans Volodymyrs Zelenskís í forsetakosningunum og stórsigur splunkunýs flokks hans í skyndikosningunum til Úkraínuþings, höfðu í för með sér breytingar sem eiga sér ekki hliðstæðu. En þótt vinsældir forsetans og flokks hans stöfuðu af popúlískum loforðum hans og óraunsæjum væntingum sem af þeim leiddu, gefa hin miklu völd sem þeim hlotnaðist þeim tækifæri til að gera umfangsmiklar pólitískar og efnahagslegar umbætur. Stíðið við Rússland sem engan enda tekur hamlar þeim hinsvegar og sömuleiðis sérhagsmunaaðilar sem fyrst og fremst vilja auka áhrif sín og hagnað. Fyrstu 100 dagar Zelenskís í embætti og fyrstu vikur nýja þingsins sýna bæði getu þeirra takmarkanir.

Volodymyr Kulyk er sérfræðingur við Kuras rannsóknastofnunina í stjórnmálafræði og þjóðfræði í Kiev. Hann hefur í rannsóknum sínum fjallað um úkraínska þjóðernishyggju og sjálfsmynd, þjóðapólitík og á seinni árum málpólitík. Hann dvelur nú sem Erasmus+ fræðimaður við Háskóla Íslands og kennir námskeiðið Tungumál og stjórnmál á vegum námsleiðar í menningarfræði.


Fyrirlesturinn fer fram á ensku. Öll velkomin og aðgangur ókeypis.

facebook

Volodymyr Kulyk

Milli stríðs og umbóta: Úkraína eftir “endurræsinguna“ 2019