Miðbiksmat í vistfræðilíkönum - Vianny Natugonza | Háskóli Íslands Skip to main content

Miðbiksmat í vistfræðilíkönum - Vianny Natugonza

Hvenær 
18. júlí 2019 10:00 til 11:30
Hvar 

VR-II

Stofa 155

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Titill:  Nytsemi vistkerfislíkana til að styðja við stefnumótun og stjórnun fiskveiða

Doktorsefni: Vianny Natugonza

Doktorsnefnd: Dr. Gunnar Stefansson, prófessor við Raunvísindadeild Háskóla Íslands (leiðbeinandi)

Dr. Erla Sturludóttir, nýdoktor við Raunvísindastofnun Háskóla Íslands

Dr. Tumi Tómasson, forstöðumaður United Nations University Fisheries Training Program (UNU-FTP)

Dr. Chrispine Nyamweya, Kenya Marine and Freshwater Research Institute (KMFRI), Kisumu, Kenya

Ágrip:

Í þessu verkefni verður kannað hvort mismunandi líkön af sömu vistkerfum leiði til samskonar fiskveiðiráðgjafar. Ef að ólík líkön gefa sömu niðurstöðu þá er líklegra að hægt sé að treysta þeim og nota þau við veiðistjórnun. Þessi rannsókn var gerð fyrir Viktoríuvatn í Austur Afríku og notuð voru tvo líkön, Ecopath with Ecosim (EwE) og Atlantis. Verkefnið skiptist í þrjár greinar.
Í fyrstu greininni eru tvö EwE módel þróuð: sögulegt líkan sem byggt á tímaraðagögnum fyrir tímabilið 1960-2015; og nútíma íkan (2010-2015), sem byggir ekki á tímaraðagögnum. Þessi tvo líkön eru svo notuð til að spá fram í tímann með tilliti til mismunandi veiðistjórnar og niðurstöðurnar bornar saman. Niðurstöðurnar benda til þess að EwE líkön sem byggja ekki á tímröðum geti verið gagnleg ef: i) fullnægjandi þekking á vistkerfinu er notuð til að velja stika líkansins ii) fullnægjandi upplýsingar liggja fyrir um árlegar breytingar á lífmassa fyrir hópa líkansins, sérstaklega fyrir hópa með litla framleiðni; iii) samspil milli hópa byggir á gögnum um magainnihald og sýnir rétta mynd af fæðu rándýra; og iv) samspil milli rándýra og bráðar eru blönduð. Þessi rannsókn hjálpar til við að meta hversu áreiðanleg fiskveiðiráðgjöf frá vistkerfislíkönum er þegar tímaraðagögn eru ekki tiltæk.
Í annarri greininni eru niðurstöður við mismunandi veiðiaföll helstu veiðistofna frá líkönunum EwE og Atlantis borin saman fyrir helstu hópa: rándýr á toppi fæðukeðjunnar, Nile abborre (Lates niloticus) og mikilvægustu bráðarinna (haplochromines). Markmiðið er að skilja hver vistkerfisáhrif fiskveiða eru og hversu viðkvæm þau eru fyrir byggingu og forsendur líkananna. Niðurstöður sýna að líkönin sýna sömu breytingar fyrir veiðistofnana en óbein áhrif á aðra hópa eru ekki eins fyrir bæði líkönin. Þessi vinna varpar ljósi á þætti í líkönunum sem leiðir til ólíkra niðurstaðna og hægt er að nota þá vitneskju til að bæta líkönin.
Þriðja greinin fjallar um afleiðingar félagslegra og efnahagslegra sjónarmiða annars vegar og verndunarsjónarmiða hinsvegar. Markmið þessa verkefnis var að vega og meta ávinning af mismunandi markmiðum stjórnenda og stuðla að umræðu meðal hagsmunaaðila og almennings um framtíðarstefnu stjórnenda. Greiningunni er skipt í tvo hluta. Fyrsti hluti felur í sér að nota EwE til að finna "bestu stefnuna", það er sú stefna (flotasamsetning og veiðiálag) sem hámarkar efnahagsleg, félagsleg og verndunar markmið. Niðurstöður sýna að verndunarsjónarmið á betur samleið með efnahagslegum markmiðum en það að hámarka afla eða fjölda starfa. Veiðiálag þyrfti að minnka á alla veiðistofna til að koma í veg fyrir ofveiði. Í öðrum hluta verkefnisins var “besta stefnan”, þ.e. ákjósnalegasta flota og veiðiálagssamsetningin prófuð í bæði EwE og Atlantis til að spá fyrir um langvarandi breytingar á vistkerfinu. Atlantis og EwE sýndu ólíkar niðurstöður sem bendir til þess að það sé háð rannsóknaspurningunni hvort samsvarandi niðurstöðu fáist frá líkönunum.

Vianny Natugonza

Miðbiksmat í vistfræðilíkönum - Vianny Natugonza