Skip to main content

Miðbiksmat í tölvunarfræði - Sigurður Gauti Samúelsson

Miðbiksmat í tölvunarfræði - Sigurður Gauti Samúelsson - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
6. maí 2021 15:00 til 16:00
Hvar 
Nánar 
Aðgangur ókeypis

Streymi: https://eu01web.zoom.us/j/65239619058

Titill: Skissumiðuð notenda samskipti í þróunarumhverfi hugbúnaðar

Doktorsefni: Sigurður Gauti Samúelsson

Doktorsnefnd:
Dr. André van der Hoek, prófessor við University of California, Irvine, Bandaríkjunum
Dr. Ebba Þóra Hvannberg, prófessor við Iðnaðarverkfræði-, vélaverkfræði- og tölvunarfræðideild Háskóla Íslands
Dr. Matthias Book, prófessor við Iðnaðarverkfræði-, vélaverkfræði- og tölvunarfræðideild Háskóla Íslands
Dr. Volker Gruhn, prófessor við University of Duisburg-Essen, Þýskalandi

Ágrip

Hugbúnaðarverkfræðingar nota oft skissur á pappír eða töflu til að merkja, teikna og búa til frumlíkön af hugbúnaðareiningum á meðan frumhönnun á sér stað í stórum hugbúnaðarverkefnum. Okkar vinna leggur til að leyfa forriturum að einnig skissa upp á rafrænu formi ofan á notendaviðmótið í þróunarumhverfinu (IDE) svo að forritarar geti tjáð skipanir til þróunarumhverfisins á myndrænan hátt. Okkar tilgáta er að þetta nýja inntaksform getur verið gagnlegt fyrir samræðuleg samskipti við kóðan, til dæmis í kóðarýni.
Til að koma þessu að veruleika erum við að vinna í hönnun á skissu-máli og þróa skissukennsli- og túlkunareiningu fyrir þróunarumhvefi, með áætlun um að leggja mat á raunhæfni og nýtni á þessu inntaksformi.