Skip to main content

Miðbiksmat í stærðfræði - Hjörtur Björnsson

Miðbiksmat í stærðfræði - Hjörtur Björnsson - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
11. maí 2021 10:00 til 11:00
Hvar 
Nánar 
Aðgangur ókeypis

Streymi: https://eu01web.zoom.us/j/62079924327

Titill: Lyapunov föll og stöðugleiki jafnvægispunkta fyrir slembnar diffurjöfnur

Doktorsefni: Hjörtur Björnsson

Doktorsnefnd:
Sigurður Hafstein, prófessor við Raunvísindadeild Háskóla Íslands
Sigurður Stefánsson, prófessor við Raunvísindadeild Háskóla Íslands 
Peter Giesl, prófessor við University of Sussex 

Ágrip

Fyrir öll kvik kerfi, hvort heldur slembin eða ekki, þá eru Lyapunov föll mest notaða tækið til að meta grundvallareiginleika kerfis (svo sem stöðugleika o.fl.). Á hinn bóginn er mjög erfitt að reikna Lyapunov föll, jafnvel fyrir óslembin kerfi, og vandamálið verður enn tyrfnara sé kerfið slembið, enda hefur engin kerfisbundin leið til að reikna slík föll komið upp í fræðunum enn sem komið er. Fjallað verður um nýjar aðferðir sem eru í þróun til þess reikna slík föll fyrir almennar slembnar diffurjörnur.