Skip to main content

Miðbiksmat í jarðfræði - Catherine Elizabeth Girvan Langford

Miðbiksmat í jarðfræði - Catherine Elizabeth Girvan Langford - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
1. apríl 2019 11:00 til 12:00
Hvar 

Askja

Fundarherbergi Jarðvísindastofnunar 3. Hæð

Nánar 
Allir velkomnir

Titill: Nihewan setlagadældin í Kína: setmyndun og mannættarsaga (e. The Nihewan Basin (China): depositional history and hominins)

Doktorsefni: Catherine Elizabeth Girvan Langford

Doktorsnefnd:
Dr. Steffen Mischke, prófessor við Jarðvísindadeild Háskóla Íslands (leiðbeinandi)
Dr. Jón Eiríksson, prófessor emeritus við Jarðvísindadeild Háskóla Íslands
Dr. Árný Erla Sveinbjörnsdóttir, vísindamaður við Jarðvísindastofnun Háskólans
Dr. Mark Williams, prófessor við School of Geography, Geology & the Environment, University of Leicester, Bretlandi

Ágrip

Smíðisgripir frá eldri fornsteinöld hafa grafist í fínkorna ár- og vatnaseti í Nihewan setlagadældinni í Kína. Aldurslíkan, byggt á þéttum bergsegulmælingum frá allmörgum 70–130 m löngum jarðlagsniðum, sýnir samfellda upphleðslu jarðmyndana á mið- og fyrrihluta ísaldar (um 3,0–0,1 Ma). Jarðlög með áhöldum reyndust vera frá 1,7-1,1 Ma). Jafnvel þótt fjölmargar rannsóknir hafi þegar verið gerðar á sviði setlagafræði, jarðefnafræði og steingervingafræði, þá hafa rannsóknir enn ekki beinst að ítarlegu mati og endursköpun á langtíma upphleðslu og umhverfisbreytingum í stöðuvatninu í Nihewan dældinni, þ. e. vatnsdýpi, frárennslisháttum, seltu, gruggi, súrefnismagni og fokefnum.

Í rannsókninni verður beitt nákvæmum, samþættum greiningum í setlagafræði og örsteingervingafræði, svo sem skráningu á grunneiginleikum og byggingarlagi setlaga úti í náttúrunni, greiningum á kornastærð og steingervingum. Beitt verður háþróuðum aðferðum við tölfræðilega úrvinnslu á jaðargildum í kornastærðardreifingu sets (end member modelling), og við endursköpun á leiðni og seltu, byggt á skeljakrabbasamfélögum úr þekktum setlagadældum (ostracod transfer function), til að
(1) rekja setmyndunarsögu Nihewan dældarinnar á mið- og fyrri hluta ísaldar
(2) meta umhverfisaðstæður á búsetuskeiðum mannættar, og
(3) byggja upp nákvæmar tengingar milli setlaga sem innihálda áhöld og aðra smíðisgripi frá einu sniði til annars í setlagadældinni Nihewan, byggðar á setlaga- og örsteingervingagögnum.

Catherine Elizabeth Girvan Langford

Miðbiksmat í jarðfræði - Catherine Elizabeth Girvan Langford