Skip to main content

Miðbiksmat í jarðeðlisfræði - Sara Sayadi

Miðbiksmat í jarðeðlisfræði - Sara Sayadi  - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
13. nóvember 2019 8:00 til 10:00
Hvar 

Askja

Fundarsalur 3. hæð

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Doktorsefni: Sara Sayadi 

Heiti ritgerðar:  Myndun og innri bygging Surtseyjar samkvæmt jarðeðlisfræðilegum mælingum og líkönum. 

Doktorsnefnd:

Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor, Jarðvísindadeild, Háskóli Íslands, Reykjavík, Ísland.

Páll Einarsson, Prófessor emeritus, Jarðvísindadeild, Háskóli Íslands, Ísland.

James D.L. White, prófessor, Jarðfræðideild, University of Otago, Nýja Sjáland.

Ágrip:

Athuganir í Surtseyjargosinu á árunum 1963-1967 er einhverjar nákvæmustu rannsóknir sem um getur á því hvernig eyjar verða til í basískum eldgosum.  Gossins varð fyrst vart að morgni 14. nóvember 1963, á stað þar sem sjávardýpi var um 130 metrar.  Nýja eyjan, Sursey, er nú syðst Vestmannaeyja og markar því suðurodda eystra gosbeltisins.  Markmið doktorsverkefnisins er að varpa nýju ljósi á neðansjávargos sem ná upp úr sjó og mynda eyjar.  Þessu markmiði á að ná með því að beita nokkrum jarðeðlisfræðilegum aðferðum auk þess að rýna í eldri gögn: 

(1) Rannsaka jarðskjálfavirkni fyrir gosið og meðan á því stóð að því marki sem gögn leyfa.  Með þessu móti er reynt að finna upphafstíma neðansjávargossins og meta hve lengi það hafði staðið áður en gosið náði upp úr sjó.  Einnig er lýst jarðskjálftavirkni í og við Surtsey. 

(2) Með rannsókn ljósmynda og annarra gagna frá fyrstu stigum gossins er vexti eyjunnar lýst fyrstu mánuðina, einkum á þeim tíma þegar að sprengigosið varði og áður en hraungos hófst.  Út frá þeim gögnum er lagt nýtt mat á kvikustreymið á hverjum tíma. 

(3) Bygging eyjunnar er rannsökuð með líkanreikningum og túlkunum nákvæmra

þyngdar- og segulmælinga sem gerðar voru í Surtsey 2014.  Vísbendinga um grunn innskot í gosmyndunum sem kunna að hafa orðið til í gosunum

1963-67 (Surtsey, Surtla, Syrtlingur og Jólnir) verður leitað með greiningu og túlkun þéttra flugsegulmælinga sem gerðar verða á næstunni.  Gögn um eðlismassa og segulmögnun sem aflað var í SUSTAIN borverkefninu 2017 og mæliferð í júlí 2018 munu hjálpa til við að skorða af líkönin.  Með samtengingu þyngdar- og segullíkana af eðlismassa og segulmögnun verður til þrívítt líkan af innri gerð Surtseyjar og þeim breytingum sem yrðu í jarðlögum undir henni.  Þessar niðurstöður ættu að veita nýja innsýn í hegðun neðansjávargosa og auka þekkingu og skilning á myndun Surtseyjar.

Sara Sayadi.

Miðbiksmat í jarðeðlisfræði - Sara Sayadi