Skip to main content

Miðbiksmat í efnafræði - Moritz Sallermann

Miðbiksmat í efnafræði - Moritz Sallermann - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
29. nóvember 2021 11:00 til 12:00
Hvar 

VR-II

Stofa 257a

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Heiti ritgerðar: Reikningar á eiginleikum Hopfeinda í atómskala líkönum (Simulation studies of Hopfions using atomistic spin models)

Doktorsefni: Moritz Sallermann

Doktorsnefnd: 
Dr. Hannes Jónsson, prófessor við Raunvísindadeild HÍ
Dr. Pavel Bessarab, rannsóknarsérfræðingur hjá Raunvísindastofnun Háskólans
Dr. Nikolai Kiselev, sérfræðingur við Rannsóknastofnun Julich í Þýskalandi

Ágrip 

Í doktorsverkefninu eru þrívíð segulástönd með sérstaka grendareiginleika - svokallaðar Hopfeindir - rannsakaðar með tölvureikningum. Þar eð þær eru þrívíðar, eru Hopfeindir sérstaklega áhugaverðar fyrir nýja, þrívíða íhluti sem byggðir eru á spunatækni. Sem stendur eru íhlutir að mestu leiti takmarkaðir við tvær víddir - þar með Skyrmeindirnar sem mikið eru rannsaðar um þessar mundir. Ef Hopfeindir eru notaðar í staðinn, er hægt að yfirstíga þær takmarkanir. En, Hopfeindir hafa enn sem komið er ekki fundist í segulmögnuðum, föstum efnum. Því eru kennilegar rannsóknir mikilvægar til að aðstoða vinnu á rannsóknastofum þar sem leitað er að réttum efnum. Fyrri kennilegar rannsóknir hafa bent á að heftir seglar gætu verið nothæfir. Greint verður frá reikningum á Hopfeindum í slíkum kerfum.