Miðbiksmat í efnafræði - Kusse Sukuta Bersha | Háskóli Íslands Skip to main content

Miðbiksmat í efnafræði - Kusse Sukuta Bersha

Miðbiksmat í efnafræði - Kusse Sukuta Bersha - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
9. desember 2020 14:00 til 15:00
Hvar 
Nánar 
Aðgangur ókeypis

Streymi

Titill: Kerfisbundin greining á AC-STEM myndum til að ákvarða uppröðun atóma í nanóklösum

Doktorsefni: Kusse Sukuta Bersha

Doktorsnefnd:
Hannes Jónsson, prófessor við Raunvísindadeild Háskóla Íslands (Umsjónarkennari og leiðbeinandi)
Egill Skúlason, prófessor við Iðnaðarverkfræði-, vélaverkfræði- og tölvunarfræðideild Háskóla Íslands
Elvar Jónsson, sérfræðingur við Raunvísindastofnun Háskólans.

Ágrip

AC-STEM myndir veita mikilvægar upplýsingar um uppröðun atóma í nanóklösum, sem er mikilvægt skref til að ná skilningi á eðlis- og efnaeiginleikum þeirra. Kerfisbundin aðferð er þróuð til að greina AC-STEM myndir og ákvarða þrívíða staðsetningu atómanna jafnvel í óreglulegum uppröðunum. Við tvívíðar upplýsingar AC-STEM myndarinnar er bætt við nálgun á víxlverkun atómanna og að lokum er uppröðun atómanna endurbætt frekar með þéttnifellareikningum (DFT).

Aðferðinni er beitt á AC-STEM mynd af Au55 klasa. Samnágrannagreining á staðbundinni uppröðun atómanna sýnir að Au55 klasinn er samsettur úr hluta sem einkennist af einingum íkósahedru og hluta sem einkennist af kristalbyggingu, þar með sléttur flötur á yfirborðinu. Orkuyfirborð klasans er kannað með reikningum á lágmarksorkuferlum milli þeirra atómuppraðana sem gefa besta samsvörun við mælingarnar.

Þetta sýnir að orkuhólarnir sem kerfið þarf að yfirstíga fyrir samtímis enduruppraðanir margra atóma eru það lágir að slíkar breytingar eru tíðar jafnvel við herbergishita. Af ferlunum koma ennfremur í ljós nýjar uppraðanir atómanna, sumar með lægri þéttnifellaorku og nærri eins góða samsvörun við AC-STEM myndirnar eins og besta mátunin.

 

 

 

 

 

Kusse Sukuta Bersha

Miðbiksmat í efnafræði - Kusse Sukuta Bersha