Skip to main content

Miðbiksmat í eðlisfræði - Einar Baldur Þorsteinsson

Miðbiksmat í eðlisfræði - Einar Baldur Þorsteinsson - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
9. júní 2020 14:00 til 15:00
Hvar 

VR-II

Stofa 156

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Titill: Ræktun á þunnfilmu MAX fösum með jafnstraumsspætun úr hreinu gallíni

Doktorsefni: Einar Baldur Þorsteinsson

Doktorsnefnd:
Friðrik Magnus, prófessor við Raunvísindadeild Háskóla Íslands (leiðbeinandi)
Einar Örn Sveinbjörnsson, prófessor við Raunvísindadeild Háskóla Íslands
Unnar Bjarni Arnalds, prófessor við Raunvísindadeild Háskóla Íslands
Árni Sigurður Ingason, framkvæmdastjóri, Grein Research ehf.

Ágrip
MAX fasar eru nanólagskipt karbíð og nítríð með efnaformúluna M(n+1)AXn (n = 1, 2, 3) þar sem M er hliðarmálmur, A efnið er úr hópi A-flokks efna og X er kolefni eða nitur. MAX fasar eru sjálfraðandi í atómlögin M-A-M-X-M-A-M-X (n = 1). Hér verður rædd myndun og greining á tveimur MAX fösum þar sem Ga er notað sem A efni, með sérstaka áherslu á seguleiginleika þeirra. Mn2GaC er andjárnseglandi við lág hitastig en hefur segulumbreytingu fyrir ofan 210 K. (Mn2/3Sc1/3)2GaC tilheyrir undirflokki MAX fasa sem fjórmálmblendi með reglubunda atómuppröðun í plani M lagsins (i-MAX). Með því að skipta út Mn fyrir Sc þá er segulhegðun MAX fasans bæld niður. Með því að nýta okkur sveigjanleika þess að spæta úr hreinu Ga, þá var einnig útbúin röð MnxGa sýna með x frá 1.7 til 3 og voru efniseiginleikar hennar greindir.