Skip to main content

Miðbiksmat í byggingarverkfræði - Farnaz Bayat

Miðbiksmat í byggingarverkfræði - Farnaz Bayat - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
11. febrúar 2022 13:00 til 14:30
Hvar 
Nánar 
Aðgangur ókeypis

Streymi

Heiti ritgerðar: Ný þrívíddarlíkön af kerfi sniðgengissprungna á Suðurlandi og Reykjanesi fyrir eðlisfræðilegt mat á jarðskjálftavá í nærsviði stórra jarðskjálftasprungna (New Finite-fault Earthquake Source Models of the Bookshelf Transform Fault System of Southwest Iceland for Near-fault Physics-based Seismic Hazard Assessment)

Doktorsefni: Farnaz Bayat

Doktorsnefnd: 

Dr. Benedikt Halldórsson, vísindamaður við Umhverfis- og byggingarverkfræðideild HÍ og Verkfræðistofnun Háskóla Íslands
Dr. Milad Kowsari, nýdoktor við Verkfræðistofnun Háskóla Íslands
Dr. Birgir Hrafnkelsson, prófessor við Raunvísindadeild HÍ
Dr. Fabrice Cotton, prófessor við Jarðvísindastofnun Háskólans í Potsdam, Þýskalandi

Ágrip

Stærstu jarðskjálftar á Íslandi verða á þverbrotabeltum Suðurlands og Norðurlands. Á Suðurlandi fara saman þverbrotabeltið og þéttbýli ásamt helstu innviðum nútíma þjóðfélags og af þeim sökum er áhætta af völdum jarðskjálfta mest á Suðvesturlandi. Forsenda áhættumats er vandlegt mat á jarðskjálftavá sem krefst sem bestra líkana af upptökum jarðskjálftanna, jarðskjálftavirkni svæðisins, og dvínunarlíkinga jarðskjálftaáhrifa. Jarðskjálftaskrá Suðvesturlands er háð mismunandi tegundum og stærðum af óvissu á stærðum, staðsetningum og tíðni sögulegra jarðskjálfta. Til viðbótar þá verða stórir jarðskjálftar á svæðinu ekki á skýrum og afmörkuðum sprungum sem auðveldar líkangerð. Fyrri möt á jarðskjálftavá eru háð þessum annmörkum. Að auki hefur nýlega verið sýnt fram á að hið einstaka brotabelti Suðurlands sem einkennist af svonefndum bókahillusniðgengissprungum liggur einnig til vesturs eftir öllum Reykjanesskaga og slíkt hefur ekki verið formlega innlimað í mat á jarðskjálftavá. Í þessari doktorsritgerð eru því sett fram ný þrívíddarlíkön af kerfi sniðgengissprungna á Suðurlandi og Reykjanesi sem gera í fyrsta skipti kleift eðlisfræðilegt langtímamat á jarðskjálftavá í nærsviði stórra jarðskjálftasprungna. Líkanið er kvarðað við grunnstærðir sem stýra jarðskjálftum á Suðvesturlandi, sjálfum rekhraða skorpuflekanna á Íslandi og skorðað við helstu eigindir sniðgengissprungna á Suðurlandi og Reykjanesi. Líkanið hermir breytileika í jarðskjálftastærðum eftir brotabeltinu með því að skipta því í sex svæði, innan hvers sprungustaðsetningar eru hermaðar ákvarðanlega eða með slembivali. Þannig er hægt að herma fjölda sprungulíkana þar sem staðsetning, umfang og hamarks stærð jarðskjálfta hverrar sprungu er tiltekin, ásamt brothraða hennar. Næmnisgreining hefur verið framkvæmd m.t.t. stika líkansins og óvissa þeirra ákvörðuð. Heildarskjálftavægi líkansins er ekki eingöngu í fullu samræmi við fyrri möt út frá skráðri jarðskjálftasögu, heldur sýnum við fram á að jarðskjálftavirkni hins nýja eðlisfræðilega líkans gefur eðlisfræðilega útskýringu á einkennum jarðskjálftasögu brotabeltisins. Hið innra samræmi eðlisfræðilega líkansins leyfir beitingu þess í hefðbundnu mati á jarðskjálftavá, sér í lagi með nýjum dvínunarlíkingum fyrir nærsviðsáhrif stórra jarðskjálfta. Enn fremur gera nýju sprungulíkönin kleift að beita háþróuðum aðferðum við hermanir á brotferli jarðskjálfta í áhættumati. Með þessari rannsókn má segja að hafið sé nýtt tímabil í mati á jarðskjálftavá á Íslandi.

Farnaz Bayat

Miðbiksmat í byggingarverkfræði - Farnaz Bayat