Skip to main content

Menntakvika

Menntakvika  - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
2. október 2020 9:00 til 17:00
Hvar 

Stakkahlíð / Háteigsvegur

Nánar 
Á netinu

Menntakvika verður haldin á netinu dagana 1. og  2. október. Ráðstefnan er sú umfangsmesta í erindum talið frá upphafi en flutt verða 340 erindi í 87 rafrænum málstofum.

Menntakvika leiðir saman á hverju ári fjölda fagfólks og hagsmunaaðila sem láta sig menntun varða. Kynntar verða rannsóknir um fjölbreytt viðfangsefni í menntavísindum, þ.á.m. um innflytjendur og menntamál, heilsu og vellíðan barna, sköpunar- og tæknismiðjur í skólastarfi, hönnun og nýsköpun, og áhrifamátt list- og verkgreina.

Á vef Menntakviku verður hægt að nálgast fyrirlestra ráðstefnunnar. Jafnframt verður hægt að taka þátt í umræðum um efni í málstofum í gegnum ZOOM-fjarfundabúnaðinn.

Málstofur - Seinni dagur

Vefur Menntakviku

Viðburður á Facebook

Menntakvika verður haldin 1. og 2. október 2020.