Meistaravörn: Áverkar og aukin áhætta á sóragigt meðal sórasjúklinga | Háskóli Íslands Skip to main content

Meistaravörn: Áverkar og aukin áhætta á sóragigt meðal sórasjúklinga

Hvenær 
12. október 2018 13:00 til 15:30
Hvar 

Læknagarður

Stofa 229

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Stefán Már Thorarensen ver meistaraverkefni í lýðheilsuvísindum frá Læknadeild:

''Áverkar og aukin áhætta á sóragigt meðal sórasjúklinga''

Prófdómari er Helgi Jónsson, Prófessor og sérfræðingur í gigtarlækningum.

Leiðbeinandi Stefáns er Þorvarður Jón Löve, dósent við læknadeild, meðleiðbeinandi er Arna Hauksdóttir, prófessor við Læknadeild, og einnig á sæti í meistaranefnd Sigurður Yngvi Kristinsson, prófessor við Læknadeild.

Vörnin er öllum opin.

Ágrip: 

Sóri (e. psoriasis) er algengur sjálfsofnæmissjúkdómur en allt að þriðjungur sórasjúkinga þróa með sérskyldan gigtsjúkdóm, svokallaða sóragigt (e. psoriatic arthritis) en við það eykst sjúkdómsbyrði töluvert. Í yfirgnæfandi meirihluta tilfella greinist sóragigt um tíu árum eftir að sóra verður fyst vart. Ef til væriáhættulíkan (e. risk profile) gæti það auðveldað læknum og öðru fagfólki að bera kennsl á þá sjúklinga
sem eru í hvað mestri hættu á að þróa með sér sóragigt áður en sjúkdómurinn gerir vart við sig. Fyrri rannsóknir hafa bent til þess að líkamlegir áverkar gætu verið forspárþáttur þróunar sóragigtar meðal sórasjúklinga. Þær rannsóknir sem þegar hafa verið gerðar reiða sig nær eingöngu á gögn sem aflaðvar með afturskyggnum hætti og hafa takmarkaða úrtaksstærð. Markmið þessarar rannsóknar var aðmeta nýgengi sóragigtar meðal sórasjúklinga sem útsettir voru fyrir líkamlegum áverkum, rannsókninvar framskyggn, pöruð ferilrannsókn með stóru úrtaki en þannig er unnt að yfirfæra niðurstöður hennar á sórasjúklinga hins almenna þýðis.