Skip to main content

Meistarapróf MPH - Sara Lind Brynjólfsdóttir

Meistarapróf MPH - Sara Lind Brynjólfsdóttir - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
28. maí 2018 13:00 til 14:30
Hvar 

Askja

stofa 130

Nánar 
Allir velkomnir

Sara Lind Brynjólfsdóttir ver meistaraverkefni MPH í lýðheilsuvísindum frá Læknadeild:

„Tengsl hreyfingar og svefns á mat á eigin heilsu hjá íslendingum. Þversniðsrannsókn“

Leiðbeinandi Söru er Jóhanna Eyrún Torfadóttir, rannsóknarsérfræðingur við MLV. Umsjónarkennari er Unnur Anna Valdimarsdóttir, prófessor við Læknadeild, og einnig á sæti í meistaranefnd Hildur Guðný Ásgeirsdóttir, MPH.

Prófdómari er Sigríður Lára Guðmundsdóttir, dósent við Menntavísindasvið.

Ágrip:

Markmið þessarar rannsóknar var að kanna áhrif hreyfingar og gæði svefns á mat á eigin heilsu meðal  Íslendinga á aldrinum 20 til 85 ára. Enn fremur, var kannað hvort ákefð hreyfingar hefði áhrif á sjálfsmetna heilsu.

Notuð voru gögn frá Heilsusögu Íslendinga sem rannsakendur frá Háskóla Íslands í samstarfi við Krabbameinsfélag Íslands stóðu fyrir frá febrúar til maí árið 2014. Fjöldi þátttakenda var 842 í þessari rannsókn og hlutfall karla í rannsókninni var 44% á móti 56% kvenna. Hreyfingu var skipt í miðlungs erfiða og erfiða hreyfingu. Miðlungserfið hreyfing er hreyfing sem krefst þrisvar til sex sinnum meiri orkunotkunar en í hvíld. Erfið hreyfing er hreyfing sem krefst  sex sinnum meiri orkunotkunar en í hvíld. Svefngæði voru mæld með Pittsburgh sleep quality index (PSQI). Útkoman í rannsókninni var mat á eigin heilsu á skalanum 0-100 þar sem 0 er versta heilsan og 100 sú besta. Þátttakendur sem gáfu eigin heilsu 50 stig eða minna voru taldir skilgreina heilsu sína sem slæma. Framkvæmd var tvíkosta aðhvarfsgreining til að reikna gagnlíkindahlutfallið (OR) og 95% öryggismörk (CI) fyrir slæmt mat á eigin heilsu með tilliti til hreyfingar og svefngæða. Leiðrétt var fyrir mögulegum gruggurum svo sem líkamlegum verkjum og líkamsþyngdarstuðli.