Meistarafyrirlestur - Kvik varmalíkön af Atlantshafsþorski og greining á varmaviðnámi fiskikara | Háskóli Íslands Skip to main content

Meistarafyrirlestur - Kvik varmalíkön af Atlantshafsþorski og greining á varmaviðnámi fiskikara

Hvenær 
14. nóvember 2017 15:00 til 16:00
Hvar 

VR-II

157

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Sigurður Örn Ragnarsson mun flytja fyrirlestur um verkefni sitt til meistaraprófs í vélaverkfræði. Fyrirlesturinn verður þriðjudaginn 14. nóvember kl. 15:00. VR-II 157.

Kvik varmalíkön af Atlantshafsþorski og greining á varmaviðnámi fiskikara.

Útdráttur

Í fyrri hluta þessa verkefnis voru kæliferlar slægðs þorsks skoðaðir út frá mismunandi líkangerðum. Að lokum voru líkönin útfærð í gegnum Simulink
með Simscape pakkanum. Þrír mismunandi stærðarflokkar voru notaðir til að byggja upp líkönin og voru niðurstöður úr þeim prófunum notaðar til að
spá fyrir um kælitíma slægðs þorsks af stærðum 2 kg til 9 kg niður að 0 °C. Niðurstöðurnar
voru settar upp í töflur þar sem kælitími í mínútum var sýndur sem fall af þyngd fisksins í kg og upphafshitastigi fisks. Fjórar töflur voru framkallaðar
fyrir umhverfishitastig kælimiðils upp á -1, -1.5, -2 og -3 °C. Í síðari hluta verkefnisins var bráðnunarhraði íss mældur í fjórum lotum í kerum sem voru einangruð af gerðinni PUR og PE. Ísmagnið var mælt daglega í kerunum og þannig metið hversu hratt ísinn bráðnaði. Tvær lotur mælinga voru framkvæmdar þar sem kerin stóðu án loka en í síðari tveimur lotunum voru lok sett á kerin til að meta áhrif þeirra á heildarbráðnunina. Að lokum voru hæfileikar keranna er kemur að varmaviðnámi frá umhverfi ákvarðaðir út frá umhverfishita og bráðnunarhraða íss. Í ljós kom að einangrunahæfni keranna bættist umtalsvert með tilkomu loka.

Leiðbeinendur eru Halldór Pálsson, Ólafur Pétur Pálsson, Sigurjón Arason og Björn Margeirsson.

Pródómari er Egill Maron Þorbergsson, Verkfræðistofunni Eflu.

Netspjall