Skip to main content

Meistarafyrirlestur í verkfræðilegri eðlisfræði - Ragnar Dzosua Builong Jónsson

Meistarafyrirlestur í verkfræðilegri eðlisfræði - Ragnar Dzosua Builong Jónsson - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
19. september 2019 15:00 til 16:00
Hvar 

Veröld - Hús Vigdísar

V008

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Meistaranemi: Ragnar Dzosua Builong Jónsson

Heiti verkefnis: Samsettar bór-íbættar LaAlO3 (Bx-LAO1-x) nanóhimnur.

___________________________________________

Deild:  Raunvísindadeild

Leiðbeinendur: Dr. Hafliði Pétur Gíslason, prófessor við Raunvísindadeild

Einnig í meistaranefnd: Dr. Dae-Sung Park, Swiss Federal Institute of Technology, Lausanne, Switzerland.

Prófdómari: Dr. Halldór Guðfinnur Svavarsson, prófessor við Háskólann í Reykjavík.

Ágrip

Framleiðsla flókinna samskeyta oxíða á frumeindakvarða hefur í för með sér margs konar ný eðlisfræðileg ferli og virka eiginleika sem gagnast í næstu kynslóð þéttefnistóla. Í ritgerðinni er kynnt ný gerð þéttefniskerfa, LaAlO3/LaBO3 samsettar nanóhimnur (LABO), sem hefur einstaka uppbyggingu innan himnanna og fjölbreytta eiginleika. Íbæting með bór atómum í milligrindarsætum veldur einstökum rafleiðnieiginleikum og sterkri járnseglun í hinum einangrandi og óseglandi oxíðkerfum. Þetta er afleiðing íbætingar með léttum frumeindum í milligrindasæti í stað hefðbundinnar íbætingar með frumeindum í grindarsæti. Ritgerðin lýsir nýrri sýn á hönnun segulmagnandi, jónaleiðandi þunnhúða. Hægt er að raða sjálfsprottnum nanósúlum í LABO himnum upp í lóðrétt fjölsamskeyti sem nýta mætti til að fá fram ýmiss konar eiginleika, til að mynda valtengingu viðnáms, sérstök segulhrif og ljósröfun. Verkefnið varðar veginn að nýrri gerð virkra himna úr oxíðum.