Skip to main content

Meistarafyrirlestur í vélaverkfræði - Helga Lilja Jónsdóttir

Meistarafyrirlestur í vélaverkfræði - Helga Lilja Jónsdóttir - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
4. júlí 2018 14:00 til 16:00
Hvar 

VR-II

156

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Meistaranemi: Helga Lilja Jónsdóttir

Heiti verkefnis: Hermun á áhrifum hitaálags á ferskan, pakkaðan eldislax
___________________________________________
Deild: Iðnaðarverkfræði, vélaverkfræði og tölvunarfræðideild

Leiðbeinendur: Björn Margeirsson, lektor við Iðnaðarverkfræði, vélaverkfræði og tölvunarfræðideild Háskóla Íslands og rannsóknastjóri RPC-Sæplast/RPC-Tempra og Halldór Pálsson, prófessor við Iðnaðarverkfræði, vélaverkfræði og tölvunarfræðideild Háskóla Íslands 

Prófdómari: Einar Jón Ásbjörnsson, lektor við Háskólann í Reykjavík

Ágrip

Einangrandi umbúðir gegna mikilvægu hlutverki til að vernda fersk matvæli og draga úr neikvæðum áhrifum óæskilegra hitasveiflna sem verða í kælikeðjum. Þrátt fyrir mikla þörf á vel einangrandi umbúðum er plastmengun stórt umhverfisvandamál og þar af leiðandi hvatning til að draga úr notkun plasts stórt atriði. Markmið þessarar ritgerðar er að bera saman tvo frauðplastkassa (EPS) sem innihalda heila ferska eldislaxa með tilraun og líkanagerð. Kassarnir í rannsókninni voru upphaflegi kassinn með eðlisþyngd 23 kg/m3 annarsvegar og léttari kassi með eðlisþyngd 21 kg/m3 hinsvegar. Í tilrauninni var hitastig mælt á 7 stöðum í 6 kössum við 20 °C í 6 klukkustundir.

Niðurstöður tilraunarinnar voru notaðar til að sannreyna þrívíddar tímaháð varmaflutningslíkan. Heildarskekkja líkansins var 0,6 °C fyrir upphaflega kassann og 0,5 °C fyrir þann léttari, sem bendir til góðs samræmis milli tilraunar og hermunar. Líkanið var síðan þróað til að athuga áhrif þynningar veggja kassans á hitastigsþróun í kassanum. Niðurstöður sýna að hægt væri að minnka plastið í kössunum með því að lækka eðlisþyngd þeirra, þar sem munur á geymsluþoli var minniháttar.