Skip to main content

Meistarafyrirlestur í vélaverkfræði - Daníel Jónsson

Meistarafyrirlestur í vélaverkfræði - Daníel Jónsson - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
28. maí 2020 11:00 til 11:45
Hvar 
Nánar 
Aðgangur ókeypis

Fyrirlesturinn verður á Zoom: https://eu01web.zoom.us/j/63525995086?pwd=VklIRkFxcmVGREZ6a28xMzh4TjE2dz09

Meistaranemi: Daníel Jónsson

Heiti verkefnis: Bilanagreining og ástandsmat með titringsmælingum og FMEA

___________________________________________

Deild: Iðnaðarverkfræði-, vélaverkfræði- og tölvunarfræðideild

Leiðbeinandi: Magnús Þór Jónsson, prófessor við Iðnaðarverkfræði-, vélaverkfræði- og tölvunarfræðideild

Einnig í meistaranefnd: Rafn Jónsson

Prófdómari: Tómas Philip Rúnarsson, prófessor við Iðnaðarverkfræði-, vélaverkfræði- og tölvunarfræðideild

Ágrip

Í nútíma iðnaði er mikið treyst á vélar og tæki sem þurfa að ganga stanslaust allt árið um kring. Eitt af lykilatriðum til að viðhalda stöðugum og öruggum rekstri er vel skipulögð viðhaldsáætlun. Til að geta starfrækt vel heppnaða viðhaldsáætlun er nauðsynlegt að geta fylgst með ástandi vélbúnaðar meðan hann er í rekstri. Margskonar leiðir eru notaðar til að fylgjast með ástandi vélbúnaðar, þar sem ein af aðal aðferðunum er að fylgjast með titring og framkvæma titringsgreiningar. Kveikjan að þessu verkefni var vandræða ástand á einni af búkkalegum í einum aðalblásara reykhreinsivirkis eitt í álveri Norðuráls. Eitt aðal markmið þessa verkefnis er að hanna og þróa titrings mælingar og greiningar kerfi. Kerfið er notað til að safna titringsmælingum, frá búkkalegum aðalblásarana, og nýta þekktar aðferðir til þess að greina mælingarnar til að leggja mat á núverandi ástand og áætla líftíma legana. Framkvæmd er FMEA greining á íhlutum og skipulagi blásarans til þess að draga fram vísbendingar um ástæður bilana.

Niðurstöður titringsgreiningar sem framkvæmd var í þessu verkefni, með mælingum safnað frá búkkalegum aðalblásaranna, sýndi vísbendingar mismunandi bilanir. Líftímagreining gaf til kynna of stuttan líftíma lega, þó svo að ákveðna hluti aðferðarfræðinnar þurfi að stilla og/eða breyta til að passa betur að verkefninu.