Skip to main content

Meistarafyrirlestur í vélaverkfræði - Aron Kristbjörn Albertsson

Meistarafyrirlestur í vélaverkfræði - Aron Kristbjörn Albertsson - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
21. maí 2019 15:00 til 16:30
Hvar 

VR-II

Stofa 258

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Meistaranemi: Aron Kristbjörn Albertsson

Heiti verkefnis:  Framleiðsla koltrefjafóta með þrýstisteypu

___________________________________________

Deild: Iðnaðarverkfræði, vélaverkfræði og tölvunarfræðideild

Leiðbeinandi: Sigurður Brynjólfsson, prófessor við Iðnaðarverkfræði, vélaverkfræði og tölvunarfræðideild

Aðrir í meistaranefnd: Christophe Lecomte

Prófdómari: Eyþór Rafn Þórhallsson

Ágrip

Tilgangur þessa verkefnis er að kanna möguleikann á að pressusteypa gervifótablöð úr koltrefjastyrktu efni. Steypuninn var framkvæmd með þekktri aðferð sem fundinn var í fræðunum. Aðferðin var valin sökum þess að hún þykir hentug við pressusteypun á koltrefjastyrktum efnum sem hafa kúpt yfirborð.

Framleiðsla á pressusteyptum koltrefjablöðum var skoðuð með samanburði við núverandi framleiðslu. Samanburðurinn var framkvæmdur útfrá útliti, styrk og stífni koltrefjablaða sem útbúin voru með báðum aðferðum. Niðurstöður þessa samanburðar sýndi að frávik í stífni steyptra blaða var 4,5%, hinsvegar er styrkur steyptu blaðanna umtalsvert lægri. Samanburður á útliti sýndi að útlitskröfur voru uppfylltar með báðum aðferðum.

Niðurstaða verkefnisins er að aðferðin sem notuð var við pressusteypun á fótablöðunum skilar ekki fullnægjandi árangri þar sem styrkur steyptu fótablaðanna var ekki ásættanlegur. Lægri styrkur er talinn stafa afþví að resín tapast úr fótablaðinu við pressusteypun sem orsakar breytta samsetningu resíns og koltrefjar sem leiðir til lægri hámarksstyrks. Sökum þessa ætti áframhaldandi vinna við pressusteypun að styðjast við aðra aðferð, svokallaða matched metal molding. Aðferðin býður upp á stöðugra steypuhólf og jafnari þrýstidreifingu en aðferðin sem stuðst var við í þessu verkefni.