Skip to main content

Meistarafyrirlestur í umhverfisverkfræði - Hrafnhildur Jónsdóttir

Meistarafyrirlestur í umhverfisverkfræði - Hrafnhildur Jónsdóttir - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
25. janúar 2019 9:30 til 11:00
Hvar 

Veröld - Hús Vigdísar

Stofa 103

Nánar 
Allir velkomnir

Meistaranemi: Hrafnhildur Jónsdóttir

Heiti verkefnis: Hagkvæmni, umhverfisáhrif og fjármögnun smárra vatnsaflsvirkja á Íslandi

___________________________________________

Deild: Umhverfis- og byggingarverkfræðideild

Leiðbeinendur: Ólafur Árnason og Hrund Ó. Andradóttir, prófessor við Umhverfis- og byggingarverkfræðideild Háskóla Íslands

Prófdómari: Rúnar Dýrmundur Bjarnason

Ágrip

Framtíðar orkueftirspurn þjóðarinnar verður svarað með endurnýjanlegum orkugjöfum. Búið er að virkja nærri alla stóra hagkvæma virkjunarkosti á Íslandi og eykst þar með mikilvægi smávirkjana. Athugun þessi beinist að smávirkjunum sem voru tilkynntar til Skipulagsstofnunar eftir aldamót. Virkjunarkostur þarf að standast kröfur um hagkvæmni og lágmörkun umhverfisrasks. Einnig þarf fjármögnun til að standa byrða af þeim kostnaði sem fellur til. Greint verður hvernig lagaleg ákvæði um mat á umhverfisáhrifum og leyfisveitingar hafa áhrif á hagkvæmni og fjáröflun smárra vatnsaflsvirkjana á Íslandi.
Aðferðafræði rannsóknarinnar var tvíþætt, annars vegar voru einkennandi þættir smávirkjanaframkvæmda greindir út frá greinargerðum og öðrum opinberum gögnum tengdum 18 smávirkjunum. Hins vegar voru tekin viðtöl við fimm framkvæmdaraðila smávirkjana þar sem rætt var um undirbúningsferlið, hagkvæmni og samskipti þeirra við opinberar stofnanir. Helstu niðurstöður sýndu bein tengsl milli umfangs framkvæmdar og matskyldu. Hagkvæmnismat virkjana innifól almennt ekki umhverfisáhrif, þrátt fyrir að framkvæmdaraðilar telji að umhverfiskröfur hafi mikil áhrif á arðbærni smávirkjana, sérstakleg þessar minnstu undir 3MW. Framkvæmdaraðilar upplifðu að kröfur til umhverfisrannsókna hafa aukist frá aldamótum þó svo að lagaramminn hafi haldist óbreyttur síðan árið 2000. Gefa niðurstöður til kynna samtengingu milli umhverfisáhrifa, hagkvæmni og fjármögnunar. Umhverfisáhrif framkvæmdar hafa áhrif á hagkvæmni hennar. Áhrifin birtast frekar óbein í formi tafa heldur en bein í form aukins kostnaðar.
Fjármögnun virkjanaframkvæmda er almennt ekki veitt fyrr en framtíð virkjunarinnar er örugg og öll leyfi tryggð, þar með valda tafir og óvissa í undirbúningsferlinu töfum á fjármögnun. Ekkert benti til þess að umhverfisáhrif kæmu í veg fyrir fjámögnun
framkvæmdar.

Hrafnhildur Jónsdóttir

Meistarafyrirlestur í umhverfisverkfræði