Skip to main content

Meistarafyrirlestur í umhverfis- og auðlindafræði - Martina Stefani

Meistarafyrirlestur í umhverfis- og auðlindafræði - Martina Stefani - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
17. maí 2018 15:00 til 16:30
Hvar 

Askja

Stofa 128

Nánar 
Fer fram á ensku
Allir velkomnir

Meistaranemi: Martina Stefani
Heiti verkefnis: Áhrif umhverfisþátta á sýrustig regnvatns vegna brennisteins frá eldgosi á Íslandi
___________________________________________
Deild: Jarðvísindadeild

Leiðbeinendur: Þröstur Þorsteinsson, prófessor og Gerður Stefánsdóttir, yfirverkefnisstjóri umhverfis- og auðlinda hjá Veðurstofu Íslands 

Prófdómari: Þorsteinn Jóhannsson, sérfræðingur á Umhverfisstofnun

Ágrip

Súrt regn er þekkt umhverfisvandamál og getur haft slæm áhrif á fjölmörg vistkerfi. Ýmsir umhverfisþættir geta haft áhrif á sýrustig úrkomu m.a mengun af völdum manna, lífræn losun, sjávarúði, jarðvegsfok og eldgos. Algengast er að brennisteinssýra valdi súru regni. Efnagreiningar á úrkomu meðan á eldgosinu í Holuhrauni stóð, frá 31. ágúst 2014 til 27. febrúar 2015, og gögn um uppsprettu brennisteins frá gosinu eru notuð í rannsókninni. Land-, efna- og veðurfræðilegi ferli voru rannsökuð til að ákvarða mikilvægi þeirra í að útskýra mæld gildi. Dreifingarlíkanið HYSPLIT, þróað af NOAA, var notað til að reikna útfellingu í úrkomu (wet deposition). Markmiðið var að sjá hvort hægt væri að nota einfalt líkan til að spá fyrir um magn brennisteins í úrkomu og niðurstöður líkanreikninganna bornar saman við mælingar á úrkomu.

Martina Stefani

Meistarafyrirlestur í umhverfis- og auðlindafræði - Martina Stefani