Skip to main content

Meistarafyrirlestur í umhverfis- og auðlindafræði - Helga Ívarsdóttir

Meistarafyrirlestur í umhverfis- og auðlindafræði - Helga Ívarsdóttir - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
28. maí 2020 10:00 til 10:45
Hvar 
Nánar 
Aðgangur ókeypis

Fyrirlestrinum verður streymt: https://us02web.zoom.us/j/8199368234?pwd=T2d1MUYvbEpaQkJPUFpJMkt3eHdLUT09

Meistaranemi: Helga Ívarsdóttir

Heiti verkefnis: Árangursmat á CALPUFF dreifilíkani:  Mengun vegna SO2 losunar meðan á eldgosi í Holuhrauni stóð (Ísland)

___________________________________________

Deild: Jarðvísindadeild

Leiðbeinandi: Þröstur Þorsteinsson, prófessor I umhverfis- og auðlindafræði

Einnig í meistaranefnd: Sara Barsotti, fagstjóri eldfjallavár á Veðurstofu Íslands

Prófdómari: Lacey D, Holland, Postdoctoral Fellow hjá Univ. of Hawai`i – Mānoa

Ágrip

Frá Holuhraunsgosinu (2014-2015) bárust um 9.6 Tg af SO2 upp í veðrahvolfið og fylgdi því mikil loftmengun á Íslandi. Gæði CALPUFF dreifilíkansins var metin með því að bera saman reiknaðan styrk SO2 við mælingar sem gerðar voru á Íslandi, en notuð voru veðurgögn frá Evrópsku reiknimiðstöðinni ECMWF við útreikningana. Áhrif þess að nota veðurgögn með hærri upplausn voru metin með því að nota einnig háupplausnarlíkanið HARMONIE. Gosmökkurinn var hermdur í líkaninu með því að nota tvær mengunaruppsprettur, lægri og hærri, eða framlag mengunar frá hrauninu og gosmekkinum. og var framlag þeirra borið saman við mældan styrk SO2. Heildaráhrif eldgossins á loftgæði á Íslandi voru einnig metin. Megin niðurstöður sýna að mengun nálægt eldsupptökunum var tilkominn vegna lægri uppsprettunnar, en hærri uppsprettan stuðlaði að mengun fjærri upptökunum. Reiknaðir mengunar atburðir stóðu að meðaltali yfir í of skamman tíma miðað við mælda atburði og var óvissa í komutíma um fjórar klukkustundir. Notkun veðurgagna með hærri upplausn bætti ekki árangur dreifilíkansins og var oftar mikið ofmat eða vanmat á styrkleika SO2. Líkanið sýndi bestan árangur þegar ECMWF veðurgögn og níu klukkustunda hlaupandi meðaltalsstyrkur var notaður í útreikningunum og reyndust þá gæði CALPUFF líkansins ásættanlegt á flestum athugunarstöðvum. Áhrif mengunarinnar á loftgæði voru mikil á meðan gosinu stóð, sérstaklega norðan og austan við gosstöðvarnar. Af niðurstöðunum má draga þá ályktun að CALPUFF líkanið sé hentugt til notkunar í sambærilegum eldgosum. Það veitir almenningi og yfirvöldum mikilvægar upplýsingar um hvar megi búast má við hættulegum styrk af SO2 og stuðlar þar með að því að viðeigandi ráðstafanir séu gerðar.