Skip to main content

Meistarafyrirlestur í umhverfis- og auðlindafræði - Haukur Logi Jóhannsson

Meistarafyrirlestur í umhverfis- og auðlindafræði - Haukur Logi Jóhannsson - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
2. júní 2020 13:00 til 13:45
Hvar 
Nánar 
Aðgangur ókeypis

Fyrirlestrinum verður streymt: https://eu01web.zoom.us/j/3545254286

Meistaranemi: Haukur Logi Jóhannsson

Heiti verkefnis: Rammi ígrundaðra ákvarðana? Tilurð og þróun áætlunar um vernd og orkunýtingu landsvæða

___________________________________________

Deild: Líf- og umhverfisvísindadeild

Leiðbeinandi: Karl Benediktsson, prófessor við Líf- og umhverfisvísindadeild

Einnig í meistaranefnd: Skúli Skúlason, prófessor við Háskólann á Hólum

Prófdómari: Einar Jónsson, skipulagsfræðingur hjá Verkís

Ágrip

Á undanförnum áratugum hafa virkjanaframkvæmdir á Íslandi verið eitt helsta bitbeinið í opinberri umræðu. Ekki hefur verið sátt um hvaða stefnum eða straumum eigi að fylgja innan málaflokksins og sjónarmið nýtingar á náttúruauðlindum annars vegar og náttúruverndar hins vegar hafa tekist á. Með Áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða (Rammaáætlun) er reynt að samræma þessi sjónarmið. Meginhlutverk rammaáætlunar er að vega og meta landssvæði með sjálfbæra þróun að leiðarljósi og leggja drög að því hvar sé skynsamlegt að nýta land til orkuvinnslu að teknu tilliti til sjónarmiða vistfræði, efnahags og samfélags. Þrátt fyrir að rammaáætlun sé nú í fjórða áfanga hafa markmið hennar ekki náðst að fullu. Markmið þessarar rannsóknar er greina rammaáætlun í heild sinni og þá mismunandi sýn sem þeir sem komið hafa að áætluninni hafa á verkið. Til þess voru tekin viðtöl og önnur gögn rýnd. Meginniðurstaðan er sú að rammaáætlun hefur á margan hátt breytt landslaginu í skipulagi virkjanaframkvæmda og komið með nýja sýn inn í skipulag raforkumála og landnotkunar á Íslandi. Þrátt fyrir þetta er ýmislegt í ferlinu sem betur má fara. Endurskoða þarf orðalag í lögum um rammaáætlun þannig það sé skýrt hversu mikið af gögnum þurfi að vera tiltæk áður en virkjanakostir eru teknir til umræðu. Að sama skapi er mikilvægt að mótuð verði orkustefna fyrir Ísland, rannsóknir á samfélagslegum og efnahagslegum áhrifum verði auknar og fyrirkomulagi við móttöku virkjanahugmynda inn í áætlunina verði breytt.